Barnamorðin í Beslan 6. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Villimennskan og illgirnin sem hryðjuverkamennirnir í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu sýndu í síðustu viku er svo skelfileg og lamandi að engin orð megna að lýsa sorg og fyrirlitningu heimsbyggðarinnar allrar á glæpnum sem leiddi til þess að um sex hundruð saklausir borgarar, flestir börn, létu lífið. Engin stjórnmálastefna eða þjóðfrelsisbarátta rís undir slíku voðaverki. Atburðurinn er fjórða hryðjuverkið í Rússlandi á aðeins örfáum dögum. Fyrst voru tvær farþegaflugvélar með hundruð manna innanborðs sprengdar í loft. Síðan var sjálfsmorðsárás gerð í neðanjarðarlest í Moskvu. Mönnum er enn í fersku minni atburðurinn í leikhúsinu í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn tóku sjö hundruð manns í gíslingu og á annað hundruð féllu þegar rússneskar sérsveitir réðust til atlögu. Hér virðast sem fyrr að verki ódæðismenn frá rússneska sjálfstjórnarríkinu Tsjetsjeníu. Ekki er talið útilokað að þeir njóti stuðnings hryðjuverkamanna annars staðar að, jafnvel al-kaída samtakanna, sem hvarvetna leita uppi vandræði. Rússar þurfa stuðning alþjóðasamfélagsins til að hafa uppi á glæpamönnunum sem standa á bak við þessi verk og uppræta samtök þeirra. En rússnesk stjórnvöld með Pútín forseta í broddi fylkingarinnar geta ekki vikið sér undan ábyrgð á því sem hefur gerst. Fyrir tíu árum réðust rússneskar hersveitir inn í Grosníu, höfuðborg Tsjetsjeníu, til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Af því hlaust gífurlegt blóðbað; tugir þúsunda íbúa flúðu land og búa nú við frumstæð skilyrði í flóttamannabúðum. Síðan hefur sjálfstæðishreyfingin verið í hatrömu stríði við rússnesku leppstjórnina og beitt fyrir sig skæruhernaði og hryðjuverkum innan lands og utan. Pútín forseti hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við andspyrnuöflin í Tsjetsjeníu eða ná samabandi við hina hófsamari forystumenn þeirra. Í stað þess að kljást við orsökina hefur hann tekist á við afleiðinguna með hefðbundum aðferðum frá tímum kommúnismans í Sovétríkjunum: miskunnarlausum gagnárásum, leynt rússneskan almenning og umheiminn allan staðreyndum um atvik og mannfall og notað hernaðarástandið til að réttlæta margvíslegar takmarkanir á lýðræðislegum réttindum fólks og frjálsri fjölmiðlun í Rússlandi. Slík viðbrögð og vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að magna deiluna og ofbeldið en leysa hana ekki. Um leið og alþjóðasamfélagið býður fram aðstoð til að hafa uppi á forsprökkum barnamorðanna í Beslan og koma þeim í hendur réttvísinnar verður að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Pútin forseta að aðferð hans og einstrengingsháttur er ófær um að leiða til friðar og sátta í Tsjetsjeníu. Pútín verður að snúa af braut hroka og drottnunarstefnu ef þjóðir Rússlands eiga að losna úr vítahring hryðjuverkanna.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun