Njálsbrenna hin síðari 13. október 2005 14:32 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun