Lýðurinn ræður á markaði 23. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundum verið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallaratriði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeirra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystumanna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli. En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um valdsvið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar -- þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðrir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis. Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þáttum þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okkur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórnmálaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórnsýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarðanir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði. Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálfstæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðishyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt samfélag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síðan þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðuneyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmætasköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs - nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síðan að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvaldsins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunarlega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundum verið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallaratriði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeirra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystumanna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli. En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um valdsvið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar -- þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðrir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis. Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þáttum þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okkur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórnmálaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórnsýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarðanir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði. Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálfstæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðishyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt samfélag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síðan þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðuneyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmætasköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs - nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síðan að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvaldsins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunarlega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar