Formenn án framtíðar 6. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna?
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun