Varðstöðumenn í uppreisnarham 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun