Minnihlutaviðhorf í stórum flokki 24. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun