Ríkisstyrkir til listamanna 18. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun