Viðskipti

Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni

43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+.

Viðskipti innlent

Verðbólga eykst í 6,2 prósent

Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 

Viðskipti innlent

Versti dagur í langan tíma

Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.

Viðskipti erlent

Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin

Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi.

Atvinnulíf

Að kveðja á síðasta vinnudeginum

Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum.

Atvinnulíf

Golfæði runnið á Íslendinga

„Það vilja bókstaflega allir komast út. Páskarnir eru nánast uppseldir hjá okkur og vorið einnig orðið þétt. Við erum þegar farin að huga að haustferðunum. Ég hugsa að hver einasti Íslendingur sem getur haldið á kylfu fljúgi út á þessu ári,“ segir Einar Viðar Gunnlaugsson, golfstjóri hjá Úrval Útsýn en frostbitnir Íslendingar festa sér nú golfferðir til sólarlanda í unnvörpum.

Samstarf

Nær aldrei bæst við fleiri í­búðir en í fyrra

Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil.

Viðskipti innlent

Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014

Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum.

Viðskipti erlent

Arion banki hækkar óverðtryggða vexti

Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%.

Viðskipti innlent

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar

Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Viðskipti innlent