Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 10:51 Svona gæti hótelið litið út séð frá höfðanum með Spákonufell í baksýn. Skagaströnd Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal
Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira