Skoðun

Langþráð úttekt á tryggingamarkaði

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi.

Skoðun

Kulnun - stýrir orðfærið ástandinu?

Snædís Eva Sigurðardóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir skrifa

Kulnunarhugtakið hefur verið fólki hugleikið um nokkurt skeið og var meðal annars valið orð ársins árið 2018. Í orðfæri Íslendinga hingað til hefur það vísað til þess ástands og líðan þeirra sem hafa þurft á veikindaleyfi að halda í kjölfar mikils álags í langan tíma.

Skoðun

Betur gert, flokkað og merkt!

Hugrún Geirsdóttir skrifar

Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna!

Skoðun

Um gróða dagvöruverslana

Andrés Magnússon skrifar

Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ.

Skoðun

Elskum öll!

Margrét Tryggvadóttir skrifar

Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar.

Skoðun

Hvað eiga Ís­land, Mó­sambík og Kongó sam­eigin­legt?

Gunnar Úlfarsson skrifar

Ísland framleiðir mest af raforku í heimi miðað við íbúafjölda. Framkvæmdastjóri Landverndar birti nýverið grein sem dregur upp dökka mynd af stöðu orkumála á Íslandi. Af skrifunum að dæma mætti telja að um sé að ræða svartan blett á safni „höfðatöluheimsmeta“ Íslands en svo er ekki.

Skoðun

Sjálf­­stæðis­­flokkurinn er skað­ræðis­­skepna - Fyrst hænu­skref, svo net­sala á­fengis

Jón Snorri Ásgeirsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því afar lengi að sala áfengis verði tekin úr höndum hins opinbera og afhent einkaaðilum. Eins og allir sjá hefur áhugi hans og ákefð magnast mikið þótt á undangengnum áratugum hafi sífellt komið betur og betur í ljós hvernig stóraukið framboð sem hlýst af slíkum ráðstöfunum leiðir af sér vaxandi áfengisböl og ýmsan annan óskunda.

Skoðun

Orkan í orkuskiptum

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Orkuþörf í tengslum við fyrirhuguð og nauðsynleg orkuskipti á Íslandi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Ný orkuþörf tengist þó ekki bara orkuskiptum enda er eitt sem er sameiginlegt allri nýrri uppbyggingu, hvort sem hún tengist íbúðarhúsnæði eða atvinnulífi, en það er að öll uppbygging þarf einfaldlega rafmagn.

Skoðun

Evrópumeistarar með yfirdrátt

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt.

Skoðun

Fjár­mála­á­ætlun án fram­tíðar­sýnar fyrir ís­lensku­kennslu

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“.

Skoðun

Gert upp á milli barna í Reykjavík

Helga Dögg Yngvadóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta.

Skoðun

Hver á að borga fyrir ferminguna?

Ingibjörg Isaksen skrifar

Það getur verið flókið að ganga í gegnum skilnað, sér í lagi þegar fólk á börn saman. Í daglegu lífi þegar sérstök útgjöld tengdu barni eru framundan líkt og til dæmis vegna fermingar getur ágreiningur skapast milli foreldra.

Skoðun

Fullkomnunarárátta

Viktor Örn Margeirsson skrifar

Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum.

Skoðun

Börn, sögur og sorg

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sorg varðar okkur öll og enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Börn sem verða fyrir missi þurfa mikinn stuðning, sem fagaðilar og samtök á borð við Ljónshjarta og Örninn geta stutt við að veita, en öll börn þurfa fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem hæfa þeirra aldri.

Skoðun

Rekum RUV ohf „að heiman“

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara.

Skoðun

Hvert er upphaf Votta Jehóva?

Örn Svavarsson skrifar

Vottar Jehóva eru sköpunarverk biblíugrúskarans Charles T. Russels. Söfnuðurinn varð til upp úr 1870. Síðan þá hafa Vottarnir hafnað flestum hans kenningum.

Skoðun

Femínistar eru sínar eigin konur

Silja Björk Björnsdóttir skrifar

Reglulega gerist það hér á landi að ein ákveðin manneskja, yfirleitt kona og þolandi - er útvalin af samfélaginu sem opinber málpípa, forseti og framkvæmdarstýra íslenska femínismans. Kona þessi er iðulega sú sem hefur hvað hæst í samfélagsumræðunni og lætur á sér kveða sem femínisti, þolandi ofbeldis og misréttis.

Skoðun

Tíma­móta­samningur um lið­skipta­að­gerðir og loksins jafnt að­gengi

Ágúst Bjarni Garðarsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifa

Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu er kjarninn í stefnu Framsóknar í heilbrigðismálum. Þær áherslur birtast sömuleiðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál.

Skoðun

Golf – heilsunnar vegna

Gísli Guðni Hall skrifar

Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað almenningur og stjórnmálafólk er orðið meðvitaðra um mikilvægi lýðheilsu og hvað lýðheilsusjónarmið eru farin að ráða miklu um stefnumótun, t.d. hjá sveitarfélögum.

Skoðun

Til hvers eru háskólar?

Finnur Dellsén skrifar

Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er.

Skoðun

Um vanhugsaða lokun borgarinnar á Vin, Hverfisgötu

Jón Karl Stefánsson skrifar

Vin á Hverfisgötu hefur borið nafn með rentu í 30 ár og framsækin starfsemin sem fer fram í húsinu hefur reynst gestum hennar ómetanlegur hluti af daglegu lífi, valdeflingu, bata og vinnu fyrir auknum lífsgæðum.

Skoðun

And­blær orðanna

Eva Hauksdóttir skrifar

Fákur, klár og bykkja eru strangt tiltekið samheiti. Þessi orð vekja þó ólík hughrif og geta haft afgerandi áhrif á túlkun áheyrandans á frásögninni. Andblæ orðanna má nota til sannleiksförðunar sem jaðrar við lygi. Sannleikanum er þá ekki beinlínis afneitað eða leynt heldur eru veigrunarorð notuð til að lappa upp á hann. Nú eða þá að orðavalinu er ætlað að blása málið upp og fá lesandann til að súpa hveljur yfir smáatriðum.

Skoðun

Do not underestimate the potential disruption by Artificial Intelligence

Marcello Milanezi skrifar

Artificial intelligence may seem to be a new element straight out of sci-fi, but it has actually been around for quite some time, it is what makes all of our smart gadgets, from phones to watches, seem “intelligent”. As such it has been analysed in different contexts by scientists and academics like Nick Couldry, Shoshanna Zuboff, Martin Ford, Nick Bostrom and many others.

Skoðun

Stig­veldi stigveldanna

Erna Mist skrifar

Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað.

Skoðun