Lífið Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað. Jól 20.12.2022 07:00 KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. Menning 20.12.2022 06:01 „Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“ Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti. Menning 19.12.2022 22:00 Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu. Tónlist 19.12.2022 20:31 Halda upp á jólin með áhorfendum Strákarnir í GameTíví ætla að halda upp á jólin með áhorfendum sínum í kvöld. Auk þess að keppa sín á milli munu þeir einnig gefa áhorfendum helling af jólapökkum. Leikjavísir 19.12.2022 19:31 „Lítill Scheving kominn í heiminn“ Athafnahjónin Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir hafa eignast son. Hrefna greinir frá gleðitíðindunum á Instagram. Lífið 19.12.2022 16:08 Einar Kárason segist núll og nix í augum Rannís-fólks Einar Kárason rithöfundur fékk við síðustu úthlutun listamannalauna, fyrir árið 2023, sex mánuði eða hálft ár. Einar telur það skítt fyrir mann sem hefur gert ritstörf að ævistarfi sínu. Og hann liggur ekki á þeirri skoðun sinni heldur lætur þá sem standa að úthlutuninni heyra það. Menning 19.12.2022 15:04 Giftu sig óvænt hjá sýslumanni: „Brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason fagna nú fimmtán ára brúðkaupsafmæli. Halda þau upp á kristallsbrúðkaupsafmæli sitt 19. desember en þó ekki saman. Lífið 19.12.2022 14:31 Hollywood stjarna strandaglópur á Íslandi Hollywood leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi í vegna veðurs. Annar ferðamaður sem einnig var strandaglópur á Keflavíkurflugvelli birti mynd af sér með Lewis á Twitter í gær. Lífið 19.12.2022 13:30 „Manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum“ Ungt par fékk að finna fyrir góðmennsku nágrannanna á laugardag þegar allt stefndi í að annað barn þeirra myndi fæðast í bíl þeirra, sem sat fastur á Álftanesi. Þau segja nágrannana hafa bjargað sér á ögurstundu. Lífið 19.12.2022 13:00 Stjörnulífið: Jólatónleikar, París og frostið Jólaundirbúningurinn er nú í hámarki hjá flestum. Jólatónleikar, frostið og snjórinn voru áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga. Lífið 19.12.2022 12:31 „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 19.12.2022 11:29 Jólaförðun Stebbu - engin jól ef það er ekki smá glimmer! Birkir Már Hafberg förðunarmeistari sýnir hér fallega förðun fyrir jólin. Fyrirsæta er Stefanía Katrín Sól Stefánsdóttir. Lífið samstarf 19.12.2022 10:53 Foringi handrukkara- og neyslu-Twitter valinn nýliði ársins Samkvæmt einróma niðurstöðu Tómasar Steindórssonar og Sigurjóns Guðjónssonar, álitsgjafa Íslands í dag, er nýliði ársins á íslenska Twitter hinn svonefndi Ronni Turbo Gonni, réttu nafni Aron Mímir Gylfason. Lífið 19.12.2022 09:01 Jóladagatal Vísis: Gamlir og nýir tímar mætast í myndbandi við lag Klöru Þjóðhátíð er landsmönnum mögulega ekki efst í huga korter í jól, en það kom ekki annað til greina en að leyfa einu vinsælasta lagi ársins, Eyjanótt með Klöru Elías, að vera partur af Jóladagatali Vísis. Lífið 19.12.2022 07:01 Clarkson fordæmdur fyrir viðurstyggileg skrif um Markle Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa látið viðurstyggileg orð falla um hertogaynjuna Meghan Markle. Clarkson skrifaði pistil í dagblaðið The Sun þar sem hann sagðist hata hertogaynjuna „óstjórnlega mikið.“ Lífið 18.12.2022 19:40 Gefur út bók sem hann skrifaði tíu ára gamall Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Strætó gefur nú út bók sem hann skrifaði fyrir tuttugu og fjórum árum - þegar hann var tíu ára. Sagan lá í rykföllnum pappakassa allt þar til nú og er fyrsta bók höfundarins. Menning 18.12.2022 16:01 Hallbera og Lukas fögnuðu ástinni í írskum kastala Hallbera Guðný Gísladóttir, knattspyrnukempa og starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mætti með ástinni sinni til að fagna ást vina þeirra í brúðkaupi í írskum kastala um helgina. Lífið 18.12.2022 15:18 Vinirnir Þórdís og Sigurjón eiga von á öðru barni Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á öðru barni. Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í nokkurs konar ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir og bæði dreymdi þau um að eignast barn. Lífið 18.12.2022 14:51 Þóttist hafa gleymt að mæta í Vikuna Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, gerði Gísla Marteini Baldvinssyni, þáttastjórnanda Vikunnar á RÚV grikk á föstudaginn var þegar hann þóttist hafa gleymt því að mæta í sett til hans í spjallþáttinn. Lífið 18.12.2022 13:38 Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól. Jól 18.12.2022 12:01 Úkraínumenn völdu framlag sitt í sprengjubyrgi Úkraínumenn völdu í gær framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða. Raftónlistartvíeykið Tvorchi fór með sigur af hólmi í forkeppninni, sem haldin var í sprengjubyrgi að þessu sinni. Lífið 18.12.2022 11:07 Rihanna frumsýnir loks soninn Stórsöngkonan Rihanna hefur birt myndband af syni hennar og rapparanum A$AP Rocky á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur þeirra, sem verður sjö mánaða gamall á morgun, birtist á samfélagsmiðlum Lífið 18.12.2022 09:29 Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 18.12.2022 09:00 Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. Lífið 18.12.2022 08:21 Festist á Íslandi með öll fötin sín í Finnlandi: „Gekk í fötum af tengdaforeldrunum“ Anna Margrét Ólafsdóttir, jafnan þekkt sem AMO, er myndlistarkona og lífskúnstner sem brýtur upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna með sínum persónulega stíl. Anna Margrét á ýmsar skemmtilegar sögur í tengslum við klæðaburð sinn en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 18.12.2022 08:01 Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. Jól 18.12.2022 07:01 Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. Menning 18.12.2022 06:01 Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Íslendingar eru duglegir að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel. Vísir setti því af stað sérstaka jólaskreytingarkeppni. Jól 17.12.2022 16:17 Ótrúlega samrýmdir jólabræður á Íslenska listanum Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson dreifa jólaskapinu á Íslenska listanum á FM í þessari viku en lagið þeirra Jólabróðir er kynnt inn sem líklegt til vinsælda. Tónlist 17.12.2022 16:00 « ‹ 280 281 282 283 284 285 286 287 288 … 334 ›
Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað. Jól 20.12.2022 07:00
KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. Menning 20.12.2022 06:01
„Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“ Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti. Menning 19.12.2022 22:00
Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu. Tónlist 19.12.2022 20:31
Halda upp á jólin með áhorfendum Strákarnir í GameTíví ætla að halda upp á jólin með áhorfendum sínum í kvöld. Auk þess að keppa sín á milli munu þeir einnig gefa áhorfendum helling af jólapökkum. Leikjavísir 19.12.2022 19:31
„Lítill Scheving kominn í heiminn“ Athafnahjónin Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir hafa eignast son. Hrefna greinir frá gleðitíðindunum á Instagram. Lífið 19.12.2022 16:08
Einar Kárason segist núll og nix í augum Rannís-fólks Einar Kárason rithöfundur fékk við síðustu úthlutun listamannalauna, fyrir árið 2023, sex mánuði eða hálft ár. Einar telur það skítt fyrir mann sem hefur gert ritstörf að ævistarfi sínu. Og hann liggur ekki á þeirri skoðun sinni heldur lætur þá sem standa að úthlutuninni heyra það. Menning 19.12.2022 15:04
Giftu sig óvænt hjá sýslumanni: „Brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason fagna nú fimmtán ára brúðkaupsafmæli. Halda þau upp á kristallsbrúðkaupsafmæli sitt 19. desember en þó ekki saman. Lífið 19.12.2022 14:31
Hollywood stjarna strandaglópur á Íslandi Hollywood leikarinn Damian Lewis var fastur á Íslandi í vegna veðurs. Annar ferðamaður sem einnig var strandaglópur á Keflavíkurflugvelli birti mynd af sér með Lewis á Twitter í gær. Lífið 19.12.2022 13:30
„Manni leið eins og barnið væri að koma og við sátum föst í snjónum“ Ungt par fékk að finna fyrir góðmennsku nágrannanna á laugardag þegar allt stefndi í að annað barn þeirra myndi fæðast í bíl þeirra, sem sat fastur á Álftanesi. Þau segja nágrannana hafa bjargað sér á ögurstundu. Lífið 19.12.2022 13:00
Stjörnulífið: Jólatónleikar, París og frostið Jólaundirbúningurinn er nú í hámarki hjá flestum. Jólatónleikar, frostið og snjórinn voru áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga. Lífið 19.12.2022 12:31
„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 19.12.2022 11:29
Jólaförðun Stebbu - engin jól ef það er ekki smá glimmer! Birkir Már Hafberg förðunarmeistari sýnir hér fallega förðun fyrir jólin. Fyrirsæta er Stefanía Katrín Sól Stefánsdóttir. Lífið samstarf 19.12.2022 10:53
Foringi handrukkara- og neyslu-Twitter valinn nýliði ársins Samkvæmt einróma niðurstöðu Tómasar Steindórssonar og Sigurjóns Guðjónssonar, álitsgjafa Íslands í dag, er nýliði ársins á íslenska Twitter hinn svonefndi Ronni Turbo Gonni, réttu nafni Aron Mímir Gylfason. Lífið 19.12.2022 09:01
Jóladagatal Vísis: Gamlir og nýir tímar mætast í myndbandi við lag Klöru Þjóðhátíð er landsmönnum mögulega ekki efst í huga korter í jól, en það kom ekki annað til greina en að leyfa einu vinsælasta lagi ársins, Eyjanótt með Klöru Elías, að vera partur af Jóladagatali Vísis. Lífið 19.12.2022 07:01
Clarkson fordæmdur fyrir viðurstyggileg skrif um Markle Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa látið viðurstyggileg orð falla um hertogaynjuna Meghan Markle. Clarkson skrifaði pistil í dagblaðið The Sun þar sem hann sagðist hata hertogaynjuna „óstjórnlega mikið.“ Lífið 18.12.2022 19:40
Gefur út bók sem hann skrifaði tíu ára gamall Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Strætó gefur nú út bók sem hann skrifaði fyrir tuttugu og fjórum árum - þegar hann var tíu ára. Sagan lá í rykföllnum pappakassa allt þar til nú og er fyrsta bók höfundarins. Menning 18.12.2022 16:01
Hallbera og Lukas fögnuðu ástinni í írskum kastala Hallbera Guðný Gísladóttir, knattspyrnukempa og starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mætti með ástinni sinni til að fagna ást vina þeirra í brúðkaupi í írskum kastala um helgina. Lífið 18.12.2022 15:18
Vinirnir Þórdís og Sigurjón eiga von á öðru barni Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á öðru barni. Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í nokkurs konar ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir og bæði dreymdi þau um að eignast barn. Lífið 18.12.2022 14:51
Þóttist hafa gleymt að mæta í Vikuna Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, gerði Gísla Marteini Baldvinssyni, þáttastjórnanda Vikunnar á RÚV grikk á föstudaginn var þegar hann þóttist hafa gleymt því að mæta í sett til hans í spjallþáttinn. Lífið 18.12.2022 13:38
Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól. Jól 18.12.2022 12:01
Úkraínumenn völdu framlag sitt í sprengjubyrgi Úkraínumenn völdu í gær framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða. Raftónlistartvíeykið Tvorchi fór með sigur af hólmi í forkeppninni, sem haldin var í sprengjubyrgi að þessu sinni. Lífið 18.12.2022 11:07
Rihanna frumsýnir loks soninn Stórsöngkonan Rihanna hefur birt myndband af syni hennar og rapparanum A$AP Rocky á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur þeirra, sem verður sjö mánaða gamall á morgun, birtist á samfélagsmiðlum Lífið 18.12.2022 09:29
Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 18.12.2022 09:00
Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. Lífið 18.12.2022 08:21
Festist á Íslandi með öll fötin sín í Finnlandi: „Gekk í fötum af tengdaforeldrunum“ Anna Margrét Ólafsdóttir, jafnan þekkt sem AMO, er myndlistarkona og lífskúnstner sem brýtur upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna með sínum persónulega stíl. Anna Margrét á ýmsar skemmtilegar sögur í tengslum við klæðaburð sinn en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 18.12.2022 08:01
Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. Jól 18.12.2022 07:01
Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. Menning 18.12.2022 06:01
Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Íslendingar eru duglegir að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel. Vísir setti því af stað sérstaka jólaskreytingarkeppni. Jól 17.12.2022 16:17
Ótrúlega samrýmdir jólabræður á Íslenska listanum Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson dreifa jólaskapinu á Íslenska listanum á FM í þessari viku en lagið þeirra Jólabróðir er kynnt inn sem líklegt til vinsælda. Tónlist 17.12.2022 16:00