Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X.
— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024
Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann.
„Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt.
„Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“
Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar.
Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu.