Lífið

Vöruð við því strax í upp­hafi að hún ætti ekki séns

Þóra Arnórsdóttir segist aldrei hafa gert ráð fyrir að ná kjöri sem forseti Íslands í kosningunum 2012, þar sem hún bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Þóra ræddi hæðir og lægðir forsetaframboðs í Íslandi í dag í fyrradag.

Lífið

„Ég er að verða afi í ágúst“

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur, hlaðvarpsstjarna, er að verða afi lok sumars og segist yfir sig spenntur fyrir komandi hlutverki. Hann greinir frá gleðitíðinudum í hlaðvarpsþætti Hæ Hæ sem er í umsjón hans og Helga Jean Claessen.

Lífið

Semja sér­stakan for­seta­brag fyrir Katrínu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Einar Aðalsteinsson tónlistarmaður sömdu sérstakt lag um hugsanlegt og/eða væntanlegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sínum fyrsta hlaðvarpsþætti.

Lífið

Vorið vaknar: Rand­ver í Mínígarðinum og Dagur B. á Röntgen

Eftir enn annan langan íslenskan vetur er loksins vor í lofti. Það sést á mannlífinu því hlutirnir eru aftur farnir að gerast og skemmtilegt fólk skemmtir sér úti um allt land langt fram á nætur. Þannig létu sjálf forsetahjónin þau Guðni og Eliza sig meðal annars ekki vanta í Hörpunni um helgina.

Lífið

Myndaveisla: Söfnuðu hátt í milljón fyrir UN Women á Ís­landi

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) stóð fyrir góðgerðaruppboði í Gallerí Fold síðastliðinn föstudag til styrktar UN Women á Íslandi. Dagurinn var alþjóðlegur baráttudagur kvenna og stóð FKA fyrir uppboðinu undir nafninu „Fjárfestum í konum“ sem var einmitt tilefnið þar sem ágóðinn rennur óskiptur til verkefna UN Women á heimsvísu.

Lífið

Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af

Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Gæsa­húð merki um gott vín

Eitt glæsilegasta vínsafn landsins leynist í sérútbúnum vínkjallara í Kópavogi. Yfir þúsund flöskur eru í kjallaranum í dag en hafa oft verið fleiri, enda ekki keyptar til að vera til sýnis heldur til að njóta.

Lífið

Barist í Baldur's Gate

Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðströndina áfram í kvöld. Heimurinn bjargar sér ekki sjálfur en þessar fjórar hetjur ætla að gera það.

Leikjavísir

Kim vand­ræða­leg á tón­leikum með nýrri eigin­konu Kanye

Kim Kardashian mætti á tónleika hjá fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West í gærkvöldi í tilefni af útgáfu nýrrar plötu hans. Kim sat tónleikana með Bianca Censori, núverandi eiginkonu Kanye og fullyrða slúðurmiðlar vestanhafs að andrúmsloftið milli kvennanna hafi verið þrúgandi.

Lífið

Segir annað fólk verst fyrir tauga­kerfið

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir samskipti okkar við annað fólk hafa áhrif á taugakerfið, á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ragga deilir reglulega hreinskilnum pistlum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl.

Lífið

Stóð við sex­tán ára gamalt lof­orð til pabba síns

Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér. 

Lífið

Hjart­næm stund Guðna með Herði og Kára

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þótti vænt um að Hörður Áskelsson skyldi hljóta heiðursverðlaun á uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks í Hörpu í gærkvöldi. Þá fannst honum gaman að fá að afhenda Kára Egilssyni viðurkenningu sem bjartasta vonin.

Menning

Fermingargjöfin sem stenst tímans tönn

„Ég hef oft heyrt að fólk vilji gefa eitthvað í fermingargjöf sem fermingarbarnið mun eiga til lífstíðar. Ég tek eftir því að það sem helst fer í fermingarpakkann eru úr og við erum með mikið úrval af skarti og úrum fyrir öll,“ segir Björg Máney Byron aðstoðarverslunarstjóri Klukkunnar en Klukkan hefur staðið vaktina síðan 1975.

Lífið samstarf

Hver dagur ævin­týri og veit aldrei við hverju má búast

Fyrirsætan, háskólaneminn og fyrrum World Class stöðvarstjórinn Björn Boði Björnsson lét drauminn rætast þegar að hann ákvað að flytja til New York. Hann skráði sig í tískutengt nám og nýtur fjölbreyttra daga í stóra eplinu. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá lífinu vestanhafs.

Lífið