Menning

Mario Vargas Llosa fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Auk þess að skrifa bækur var Mario Vargas Llosa mjög virkur í pólitískri umræðu.
Auk þess að skrifa bækur var Mario Vargas Llosa mjög virkur í pólitískri umræðu. EPA

Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku.

Vargas Llosa hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2010 og var honum af sænsku akademíunni lýst sem „sögumanni af guðs náð“. Umfjöllunarefni bóka hans hafa meðal annars verið valdboðsstefna, ofbeldi og karlmennskuímyndir.

Vargas Llosa komst til metorða í kringum árið 1960 með útgáfu smásagnasafnsins Los Jefes (Yfirmennirnir) og svo skáldsögunni La Ciudad y Los Perros (Borgin og hundarnir) sem kom út árið 1963. Meðal þekktustu verka hans eru skáldsögurnar La casa verde (1965 og 1968) (Græna húsið) og Conversación en la catedral (1969/1975) (Samtal í dómkirkjunni).

Auk þess að vinna til Nóbelsverðlauna hlaut Vargas Llosa Planeta-verðlaunin árið 1993 og Vervantes-verðlaunin árið 1995.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.