Lífið samstarf

Full­komnar sögur fyrir páska­fríið

Storytel
Það er fátt betra en góð saga í páskafríinu. Hér eru nokkrar sögur á Storytel sem henta fullkomlega í páskastemmningu. Við erum að tala um spennandi glæpasögur, grípandi sannar sögur, hjartnæmar skáldsögur og ævintýri fyrir börnin. 
Það er fátt betra en góð saga í páskafríinu. Hér eru nokkrar sögur á Storytel sem henta fullkomlega í páskastemmningu. Við erum að tala um spennandi glæpasögur, grípandi sannar sögur, hjartnæmar skáldsögur og ævintýri fyrir börnin. 

Páskarnir eru fríið þar sem það er fullkomlega í lagi að gera ekkert. Dagarnir verða aðeins lengri, kaffibollinn aðeins notalegri – og þú færð loksins smá stund fyrir þig.

Hvort sem þú ætlar að slaka á heima, fara í bústað eða njóta páskana með fjölskyldunni, þá er fátt betra en góð saga með súkkulaðinu. Hér eru sögur á Storytel sem henta fullkomlega í páskastemmningu – allt frá spennandi glæpasögum, grípandi sönnum sögum, hjartnæmum skáldsögum og ævintýrum fyrir börnin. Þú þarft bara að finna þína sögu, hlusta, og njóta.

Spennandi páskakrimmar

Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason.

Glæpasögurnar um leynilögreglumanninn Erlend hafa notið gríðarlegrar hylli hjá Íslendingum sem og víða um heim. Vetrarborgin er nýjasta hljóðbókin í seríunni frá konungi krimmanna.

DNA: 112 Reykjavík eftir Yrsu Sigurðardóttur.

Sagan sem lifnar við á skjánum. Hitaðu upp fyrir sjónvarpsþáttaröðina Reykjavík 112 sem verður frumsýnd um páskana. DNA er bókin sem þættirnir byggja á.

Leynigesturinn eftir Nita Prose.

Ekki trufla, hér er verið að leysa ráðgátu … Æsispennandi sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Þernan.

Skammarkrókurinn eftir Sofie Sarenbrant.

Sænskur krimmi eins og þeir gerast bestir. Sofie hefur þrívegis verið valin glæpasagnahöfundur ársins í Svíþjóð.

Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur.

Æsispennandi glæpasaga sem hlaut Blóðdropann 2023 og var valin besta glæpasaga síðasta árs á Íslensku hljóðbókaverðlaununum.

Undirferli eftir Lone Theils.

Lífið í Klitmøller hefur aldrei verið myrkara. Undirferli fylgir eftir hinni vinsælu Heimkomu um rannsóknarlögregluna Signe Brask.

Sannar sögur

Rokið í stofunni eftir Guðrúnu J. Magnúsdóttur.

Hersetin Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka er handtekin og dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar voru vistaðar stúlkur er gefið var að sök að hafa átt náið samneyti við erlent setulið í landinu. Söguleg skáldsaga eftir höfund Álfadals og byggir á sönnum frásögnum.

Bróðir minn í 75 pörtum eftir Sebastian Richelsen.

Árið 2011 er Peter Richter Andersen myrtur í sumarbústað foreldra sinn. Líkið var bútað niður í 75 parta og dreift um lóðina. Bróðir hans var dæmdur sekur en heldur því enn fram að hann sé saklaus. Fylgstu með rannsókn eins hrottalegasta morðmáls Danmerkur.

Ég ætla að djamma þar til ég drepst eftir Ívar Örn Katrínarson.

Ívar Örn, einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Dr. Mister, lenti ungur í óreglu og eiturlyfjaneyslu. Ívar opnar sig um hörkuna sem viðgengst í íslenskum undirheimum og hvernig hann vann sig út úr hörðum heimi handrukkunar og eiturlyfjasölu.

Útkall eftir Óttar Sveinsson.

30 ótrúlegar en sannar sögur. Útkallsbækurnar hafa verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga í áratugi. Hitaðu upp fyrir nýjustu söguna sem kemur út 23. apríl.

Morðin í Dillonshúsi  eftir Sigríði Dúu Goldsworthy.

Fyrir 70 árum gerðist hræðilegur harmleikur í Dillonshúsi í Reykjavík. Heimilisfaðirinn gaf eiginkonu sinni og þremur ungum börnum þeirra eitur og svipti svo sjálfan sig lífi. Í þessari bók er sögð saga þeirra sem við sögu komu. Sönn örlagasaga.

Gáfaða dýrið eftir Sæunni Kjartansdóttur.

Hvernig stendur á því að við erum eins og við erum og gerum það sem við gerum? Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir er einnig höfundur bókanna Árin sem engin man og Fyrstu 1000 dagarnir.

Hrífandi skáldsögur

Valskan eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur.

Söguleg skáldsaga um prestdótturina Völku. Valskan hefur notið mikilla vinsælda og var valin besta skáldsagan á Íslensku hljóðbókaverðlaununum 2025.

Nótt á mánaslóð eftir Birgittu H. Halldórsdóttur.

Margbrotin og sígild saga um mæðgur sem gæddar eru óvenjulegum hæfileikum og ótrúleg örlög þeirra. Sagan gerist á Íslandi og Noregi og við hana fléttast óhugnanlegir samtímaviðburðir sem hafa hræðilegar afleiðingar í för með sér.

Bridde eftir Erlu S. Jensdóttur.

Hrífandi skáldsaga sem veitir nýja sýn á liðna tíð og óður til allra þeirra sterku kvenna sem stóðu í fararbroddi kvenréttindabaráttu á Íslandi.

Biðlund eftir Nora Roberts.

Rómantík og dulúð í þessari New York Times metsölubók í yndislegum lestri Anítu Briem. Nora Roberts er einn vinsælasti ástarsagnahöfundur Bandaríkjanna.

Æska eftir Tove Ditlevsen.

Hluti af endurminningaþríleik einum merkari höfundum Danmerkur, Tove Ditlevsen. Verk hennar gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld og eru nú lesnar sem sígildar bókmenntir.

Hjartabein eftir Colleen Hoover.

Metsöluhöfundurinn Colleen Hoover hefur notið gríðarlegra vinsælda með bækur sínar Þessu lýkur hér, og Verity. Hjartabein er rómantísk og spennandi saga sem heldur þér til enda.

Páskaævintýri og skemmtilegri skjátími

Amma slær í gegn eftir Gunnar Helgason.

Amma Köben snýr aftur AF KRAFTI! Stellubækurnar eftir Gunnar Helgason eru með vinsælustu barnabókunum á Storytel og hafa sópað til sín verðlaunum!

Kærókeppnin eftir Emblu Bachmann.

Ungi rithöfundurinn Embla Bachman fylgir eftir frumraun sinni og verðlaunabókinni Stelpur stranglega bannaðar með nýrri sögu fyrir forvitna krakka.

Sveindís Jane - saga af stelpu í fótbolta.

Sagan af því þegar Sveindís Jane, ein fremsta fótboltakona heims, fann fótboltann og uppgötvaði að hún hljóp hraðar en hinir á vellinum er leiftrandi skemmtileg og var valin barnabók ársins á Íslensku hljóðbókaverðlaununum 2025.

Nú er bara að hlusta, slaka á og njóta páskanna með góðri sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.