Lífið

Boðið í mat tíu árum eftir lífsbjörgina

Fyrir tíu árum varð Skúli Eggert Sigurz fyrir fólskulegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni.  Góður vinskapur hefur myndast á milli hans og Tómasar Guðbjartssonar læknis sem var á vakt daginn sem ráðist var á Skúla.

Lífið

Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél

Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn.

Lífið

Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann

„Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein.

Lífið

Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri

„Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 

Lífið

„Er oft að vinna í kringum mjög erfið og viðkvæm mál“

Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir stofnaði skipulagsþjónustu fyrir heimili og fyrirtæki en hún elskar að aðstoða fólk að fara í gegnum hluti og skipuleggja rýmin betur. Hún segir aðalvandamálið vegna óreiðu vera tímaleysi hjá fólki og það eigi allt of mikið af óþarfadóti sem enginn notar. Hún stofnaði Hver hlutur vorið 2021.

Lífið

Stað­festa að fram­leiðslu Ná­granna verður hætt í júní

Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni.

Lífið

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.

Lífið

Glímukappinn gleymdi að segja frá skilnaðinum

Glímukappinn Hulk Hogan gerði aðdáendur sína heldur betur hissa þegar hann byrjaði að mæta á stefnumót með nýju kærustunni án þess að tilkynna um skilnaðinn sinn. Myndir af honum og kærustunni Sky Daily vöktu upp margar spurningar sem hann hefur nú svarað.

Lífið

Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær

Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar.

Lífið