Fjórar sænskar borgir bítast um að fá að halda Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 14:40 Loreen vann Eurovision í annað sinn þegar keppnin fór fram í Liverpool í Englandi í maí síðastliðinn. Hún hafði áður unnið keppnina með laginu Euphoria í Bakú í Aserbaídsjan árið 2012. EPA Frestur sænska ríkissjónvarpsins til að sækja um að fá að halda Eurovision í maí á næsta ári rann út á mánudaginn. Yfirvöld í fjórum sænskum borgum sendu inn umsóknir um að fá að halda keppnina. Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo Svíþjóð Eurovision Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Svíþjóð Eurovision Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning