Fjórar sænskar borgir bítast um að fá að halda Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 14:40 Loreen vann Eurovision í annað sinn þegar keppnin fór fram í Liverpool í Englandi í maí síðastliðinn. Hún hafði áður unnið keppnina með laginu Euphoria í Bakú í Aserbaídsjan árið 2012. EPA Frestur sænska ríkissjónvarpsins til að sækja um að fá að halda Eurovision í maí á næsta ári rann út á mánudaginn. Yfirvöld í fjórum sænskum borgum sendu inn umsóknir um að fá að halda keppnina. Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo Svíþjóð Eurovision Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Svíþjóð Eurovision Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira