Lífið

„Ég gat ekki hætt að gráta af gleði“

„Það er eins og við séum alvöru fjölskylda því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Hildur Kristín Kristjánsdóttir, ellefu ára leikkona. Hún ásamt hinni tíu ára gömlu Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur, skipta með sér titilhlutverki sýningarinnar Fíasól gefst aldrei upp, sem frumsýnt verður í byrjun desember.

Lífið

Stjörnulífið: Gellur elska GusGus og Auðunn ást­fanginn

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Fernir stórtónleikar GusGus fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Sunneva Einars hlakkar til jólanna og Mari Jaersk óskar þess að Tómas Guðbjartsson taki á móti barni hennar einn daginn.

Lífið

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Lífið

Leikari úr Línu lang­sokk látinn

Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Lífið

Matar­boð með fyrir­vara um eld­gos

Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi.

Lífið

„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“

Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira.

Lífið

Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir

Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér.

Lífið

Var með fæðingar­þung­lyndi í rúm átta ár

Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi.

Lífið

Ljósin kveikt á jóla­kettinum

Jólakötturinn á Lækjartorgi verður tendraður á morgun klukkan 17. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kveikir ljósin undir á meðan lúðrasveitin Svanur flytur nokkur vel valin jólalög. 

Lífið

Myndir af Frið­riki með Genovevu á Spáni vekja at­hygli

Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti.

Lífið

Arna Ýr og Vignir eiga von á stúlku

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Vigni Þór Bollasyni, kírópraktor. Parið tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að von sé á stúlku.

Lífið

Fullur salur af lög­­mönnum á hár­beittum ein­­leik

„Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 

Lífið

Snoop Dogg hættur að reykja

Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar.

Lífið