Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2025 13:41 Hafrún Kristjánsdóttir segir sjálfsrækt ágæta en þegar hún er farin að yfirtaka allt og fólk hafi orðið ekki tíma til að fara í saumaklúbbinn af því að það þurfti að vakna klukkan fimm til að tikka í öll box, þá sé þetta orðið skaðlegt. vísir/vilhelm Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur segir of algengt að fólk taki sjálfsrækt alltof alvarlega og mikilvægari þættir sitji á hakanum. Þetta má heita óvænt útspil í þá þann mikla og árlega líkams- og sjálfsræktarham sem runnið hefur á landann eftir jól og áramót. Hafrún ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún sagði sjálfsrækt í sjálfu sér gott fyrirbæri en það væri hægt að rækta sig of mikið. „Að fara út að hlaupa þrisvar í viku og slaka á í pottinum er gott. En þegar einhverskonar sjálfsrækt er farin að taka óheyrilegan tíma, og sá listi er langur, þá getur það verið skaðlegt. Þegar við förum að eyða endalausum tíma í okkur sjálf, förum að eyða peningum í allskonar efni, mælingar, áskriftir, ráðgjöf og svo framvegis þá er það farið að verða eitthvað sem getur haft neikvæðar afleiðingar.“ Mikil pressa frá samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir eru uppfullir af skilaboðum um hvernig við getum orðið betri en margt af því byggir á engu öðru en froðu „Kannski eru þarna vísindaleg sannleikskorn en mikilvægið er blásið út. Þetta er svo risastór bisness.“ Hafrún segir rannsóknir benda til að allt að 25 prósentum geti hreinlega liðið verr eftir að hafa fylgt sjálfsræktarráðum sem eru svo ekki neitt neitt. Að verða besta útgáfan af sjálfum sér, hvað þýðir það? „Sumt af þessu er bara rugl og er ekki hjálplegt. Það að vera besta útgáfan af sjálfum sér er mjög óljóst markmið og ef það væri í rauninni eitthvað til sem heitir besta útgáfan af sjálfum sér, sem fer náttúrlega eftir því hvernig maður túlkar þetta, þá ýtir það undir fullkomnunaráráttu. Þú þarft að koma inn í hvern dag sem keppnismanneskja, afreka eitthvað, sem eykur streitu og spennu og skapar óraunhæfar væntingar til manns. Fólk á hlaupabrettunum í World Class laugum. Hafrún segir að hóf sé í öllu best.vísir/vilhelm Það getur enginn stanslaust haft allt undir stjórn öllum stundum: Borða rétt, mæla ofan í sig kalóríur, mæta alltaf í ræktina fyrir vinnu, hreinsa húðina með tíu kremum. Þeir sem fara of langt í þessu verða sjálfhverfir.“ Samviskubit myndast sem leitt getur til leiðinda og mörg dæmi eru um óheyrilegar kröfur sem fólk setji á sjálft sig. Hafrún rakst til að mynda á einn Facebook-vin sinn sem lýsti ótrúlegum afrekum í sjálfræktinni, en þetta gekk trauðla upp: „Þetta voru miklar líkamlegar æfingar, mikilli slökun eftir á, jóga-æfingar og hugleiðsla, mikla máltíð sem erfitt var að setja saman því hún þurfti að vera næringarfræðilega hundrað prósent. Sko, þetta er allt gott og blessað en þegar þetta fer að taka marga klukkutíma á dag fyrir fólk sem er í vinnu og með fjölskyldu verður þetta óraunhæft. Og getur leitt til streitu.“ Fólk verður að slaka á Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. „Ég sá auglýsingu fyrir heilbrigt fólk sem kostar 300 þúsund, að fara í mælingu! Til að breyta svo lífsstílnum sínum. Er þetta nauðsynlegt? Það er gott að hreyfa sig en í hófi. Ef maður hreyfir sig of mikið eykur það líkur á geðrænum vandamálum. Að slaka, orka inn og orka út, þetta er gott. En ef lífið er farið að snúast um þetta og farið að hafa áhrif á samband okkar við annað fólk er það verra.“ Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. Að sögn Hafrúnar eru það félagsleg samskipti sem raunverulega veita okkur hamingju. „Ef maður kemst ekki í saumaklúbbinn því maður þarf að vakna klukkan fimm til að komast yfir æfingarnar, þá er það bara ekki gott.“ Hafrún segir að mikið af þessu snúist um útlit, meint heilbrigði og heilsu en nýjustu rannsóknir leiði í ljós að þar spili erfðir og utanaðkomandi þættir meiri rullu en fólk almennt hafði gert sér grein fyrir. „Genetík sem stýrir því hvernig við erum í laginu. Þó að ef við gerum allt rétt þá er ekki víst að við fáum þann líkama sem við höldum. Ný þekking sem er að aukast verulega, allskyns þættir í umhverfinu okkar hvort við náum því að vera alltaf heilbrigð og æðisleg. Maður verður að slaka á gagnvart því að afreka eitthvað. Stundum má maður bara vera til. Slaka aðeins á.“ Heilsa Líkamsræktarstöðvar Jóga Bítið Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Hafrún ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún sagði sjálfsrækt í sjálfu sér gott fyrirbæri en það væri hægt að rækta sig of mikið. „Að fara út að hlaupa þrisvar í viku og slaka á í pottinum er gott. En þegar einhverskonar sjálfsrækt er farin að taka óheyrilegan tíma, og sá listi er langur, þá getur það verið skaðlegt. Þegar við förum að eyða endalausum tíma í okkur sjálf, förum að eyða peningum í allskonar efni, mælingar, áskriftir, ráðgjöf og svo framvegis þá er það farið að verða eitthvað sem getur haft neikvæðar afleiðingar.“ Mikil pressa frá samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir eru uppfullir af skilaboðum um hvernig við getum orðið betri en margt af því byggir á engu öðru en froðu „Kannski eru þarna vísindaleg sannleikskorn en mikilvægið er blásið út. Þetta er svo risastór bisness.“ Hafrún segir rannsóknir benda til að allt að 25 prósentum geti hreinlega liðið verr eftir að hafa fylgt sjálfsræktarráðum sem eru svo ekki neitt neitt. Að verða besta útgáfan af sjálfum sér, hvað þýðir það? „Sumt af þessu er bara rugl og er ekki hjálplegt. Það að vera besta útgáfan af sjálfum sér er mjög óljóst markmið og ef það væri í rauninni eitthvað til sem heitir besta útgáfan af sjálfum sér, sem fer náttúrlega eftir því hvernig maður túlkar þetta, þá ýtir það undir fullkomnunaráráttu. Þú þarft að koma inn í hvern dag sem keppnismanneskja, afreka eitthvað, sem eykur streitu og spennu og skapar óraunhæfar væntingar til manns. Fólk á hlaupabrettunum í World Class laugum. Hafrún segir að hóf sé í öllu best.vísir/vilhelm Það getur enginn stanslaust haft allt undir stjórn öllum stundum: Borða rétt, mæla ofan í sig kalóríur, mæta alltaf í ræktina fyrir vinnu, hreinsa húðina með tíu kremum. Þeir sem fara of langt í þessu verða sjálfhverfir.“ Samviskubit myndast sem leitt getur til leiðinda og mörg dæmi eru um óheyrilegar kröfur sem fólk setji á sjálft sig. Hafrún rakst til að mynda á einn Facebook-vin sinn sem lýsti ótrúlegum afrekum í sjálfræktinni, en þetta gekk trauðla upp: „Þetta voru miklar líkamlegar æfingar, mikilli slökun eftir á, jóga-æfingar og hugleiðsla, mikla máltíð sem erfitt var að setja saman því hún þurfti að vera næringarfræðilega hundrað prósent. Sko, þetta er allt gott og blessað en þegar þetta fer að taka marga klukkutíma á dag fyrir fólk sem er í vinnu og með fjölskyldu verður þetta óraunhæft. Og getur leitt til streitu.“ Fólk verður að slaka á Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. „Ég sá auglýsingu fyrir heilbrigt fólk sem kostar 300 þúsund, að fara í mælingu! Til að breyta svo lífsstílnum sínum. Er þetta nauðsynlegt? Það er gott að hreyfa sig en í hófi. Ef maður hreyfir sig of mikið eykur það líkur á geðrænum vandamálum. Að slaka, orka inn og orka út, þetta er gott. En ef lífið er farið að snúast um þetta og farið að hafa áhrif á samband okkar við annað fólk er það verra.“ Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. Að sögn Hafrúnar eru það félagsleg samskipti sem raunverulega veita okkur hamingju. „Ef maður kemst ekki í saumaklúbbinn því maður þarf að vakna klukkan fimm til að komast yfir æfingarnar, þá er það bara ekki gott.“ Hafrún segir að mikið af þessu snúist um útlit, meint heilbrigði og heilsu en nýjustu rannsóknir leiði í ljós að þar spili erfðir og utanaðkomandi þættir meiri rullu en fólk almennt hafði gert sér grein fyrir. „Genetík sem stýrir því hvernig við erum í laginu. Þó að ef við gerum allt rétt þá er ekki víst að við fáum þann líkama sem við höldum. Ný þekking sem er að aukast verulega, allskyns þættir í umhverfinu okkar hvort við náum því að vera alltaf heilbrigð og æðisleg. Maður verður að slaka á gagnvart því að afreka eitthvað. Stundum má maður bara vera til. Slaka aðeins á.“
Heilsa Líkamsræktarstöðvar Jóga Bítið Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira