Gagnrýni

Spjallað um veðrið
Fjörug og lærdómsrík bók, lifandi og fallegar myndir. Sögumaður fræðir og spjallar við lesendur um veðrið með virðingu.

Fallegt, en stundum kraftlaust
Fagur tónn, margbrotin, innileg túlkun en hefði að ósekju mátt vera snarpari.

Opinberun unglingsstúlku
Englaryk er óvenjuleg fjölskyldusaga skrifuð af miklu innsæi sem er – líkt og unglingurinn sem hún segir frá – óútreiknanleg og óviss um hvert hún stefnir.

Kostulegur klassískur farsi
Beint í æð er sprenghlægilegur farsi sem á eftir að slá í gegn.

Innbyggð skekkja
Í bók Soffíu eru áhugaverðar pælingar um lífið og hlutverk fólks í því og stíllinn er á köflum virkilega skemmtilegur en framvindunni er nokkuð ábótavant.

Tilgangur og meðal?
Afdráttarlaus og grimm skáldsaga um ofbeldi gegn konum sem vekur spurningar sem lesandinn getur ekki leitt hjá sér.

Getur eitthvað orðið til úr engu?
Frumleg, skemmtileg og myndræn sýning fyrir fólk á öllum aldri.

Hart varstu leikinn, Hallgrímur
Klént, yfirborðslegt tónverk sem þó var glæsilega flutt.

Hlýleg fantasía og kúl æska
Meadow var fagurt og heilsteypt verk og á vonandi langa lífdaga fyrir höndum.

Hvernig á að segja bless við lífið?
Vel skrifuð saga um viðkvæmt efni, en nær ekki þeim slagkrafti sem efnið býður upp á.

Ævintýrin gerast enn á Skuggaskeri
Virkilega vönduð og skemmtileg bók, sem bæði börn og fullorðnir ættu að hafa gaman af. Litmyndir og litaður texti lífga upp á lestrarupplifunina.

Á valdi sögunnar
Þegar dúfurnar hurfu er spennandi og grimmileg úttekt á því hvernig smáþjóð og einstaklingarnir innan hennar verða leiksoppar sögunnar – og hver annars.

Konur berjast við hið illa
Spennandi fantasía í sannfærandi heimi, sterkar kvenpersónur og áhrifamiklar lýsingar.

Eldborgin logaði á Don Carlo
Glæsileg uppfærsla á Don Carlo eftir Verdi, flottur söngur, sviðsmynd og lýsing.

Áferðarfögur baráttusaga sem skortir neistann
Metnaðarfull sviðsetning á magnaðri sögu. Sterkur leikhópur en ekki nægilega gott samspil milli leikgerðar og sviðsetningar.

Það sem aðeins er gefið í skyn
Afskaplega vel smíðaðar og áhrifamiklar sögur um fólk í hörðum heimi.

Betri en sú fyrri en ekki gallalaus
Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus.

Bullið í honum Þórarni
Ljóðabókin, uppfull af hugarórum og heilaspuna, er tilvalin til að auka orðaforða barna og kynna bragfræðina fyrir þeim. Einstök glettni í orðum og myndum.

Algjör leiksigur Sigga Sigurjóns
Afinn er grátbrosleg mynd þar sem Siggi Sigurjóns missir aldrei dampinn.

Óþarfi að skjóta gítarleikarann
Flottir tónleikar með áheyrilegri og líflegri tónlist. Spilamennskan var frábær.

Fáránleiki og hárbeitt ádeila
Hress og bráðfyndin saga, þó með drungalegu yfirbragði. Hárbeitt en samt svo lúmsk ádeila á íslenskt samfélag, sett fram í furðusagnastíl.

Óskapnaður, en líka flottheit
Tónleikarnir byrjuðu ekki vel, en tvö tónverk eftir Hafdísi Bjarnadóttur björguðu þeim.

Skrímslin orðin tíu ára
Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt til að tala um.

Évgení Kissin er algjör rokkstjarna
Þriðja sinfónía Brahms var slöpp, en einleikur Évgenís Kissin í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs bætti það upp og vel það. Hann ætti að fá sjö stjörnur í það minnsta.

„Bændur stundu, stór er syndin…“
Vönduð söguleg skáldsaga um eitt frægasta morðmál Íslandssögunnar, lýsing aðalpersónunnar ber söguna uppi.

Andhetjur samtímans
Hlý og bráðskemmtileg saga með vel dregnum persónum og sterkum höfundareinkennum.

Ljúfsár kvöldstund í einskismannslandi
Gaukar er meinlaust en mannlegt verk sem kemur ekki mikið á óvart en hægt að mæla með þrátt fyrir hnökra í handritinu.

Hert Herra Björnsson af heilli heimsstyrjöld
Sýningin er sigur fyrir Unu leikstjóra, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikkonurnar Guðrúnu og Elmu. Of áköf dramatúrgía skekkir hins vegar það að myndin af Herru sé heil.

Epísk „feel-good“ mynd
Myndin skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu.

Látlaus en magnaður fiðluleikur
Sérdeilis magnaðir tónleikar með frábærum einleikara, Evu Þórarinsdóttur.