Tónlist fyrir freyðibað Jónas Sen skrifar 16. desember 2014 11:30 As Time Goes By Tónlist: As Time Goes By Garðar Cortes og Trio Con Fuse The Setroc Record CompanyFyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með Garðari Cortes og syni hans, Garðari Thor, þar sem þeir fluttu létt lög. Diskurinn olli vonbrigðum. Ekki þó vegna söngsins, heldur voru útsetningarnar útbólgnar og Disney-kenndar. Annað er uppi á teningnum á nýjum geisladiski með Garðari eldri. Þar syngur hann létt lög, m.a. djassstandarda við undirleik Trio Con Fuse (Robert Sund, Bertil Fernquis og Curt Andersson). Garðar syngur af ríkulegri tilfinningu, ekki eins og í óperu, heldur líkt og hann sé staddur í næturklúbbi í Las Vegas klukkan 2 um nóttu. Söngurinn er vissulega vandaður og dálítið skólaður, en hann er líka blátt áfram og dægurlagakenndur. Útsetningarnar eru í einföldum djassstíl, það er dinnerbragur á þeim sem er sjarmerandi. Friðrik Karlsson, sá mikli fagmaður, útsetti lögin af frábærri smekkvísi. Hvergi er neinu ofaukið, gítar, píanó og bassi fá að njóta sín í fullkomnum samhljómi. Heildaráferðin er óheft og flæðandi. Hljóðfæratríóið er líka flott, leikurinn er samtaka og líflegur, en ávallt afslappaður. Þessi geisladiskur er einstaklega skemmtilegur. Það er unaður að hlusta á hann og ég get vel ímyndað mér að hann sé kjörinn til að taka með sér í freyðibað eftir langan vinnudag.Niðurstaða: Skemmtilegur diskur, fallega sunginn, prýðilega spilaður, útsettur af fagmennsku. Gagnrýni Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: As Time Goes By Garðar Cortes og Trio Con Fuse The Setroc Record CompanyFyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með Garðari Cortes og syni hans, Garðari Thor, þar sem þeir fluttu létt lög. Diskurinn olli vonbrigðum. Ekki þó vegna söngsins, heldur voru útsetningarnar útbólgnar og Disney-kenndar. Annað er uppi á teningnum á nýjum geisladiski með Garðari eldri. Þar syngur hann létt lög, m.a. djassstandarda við undirleik Trio Con Fuse (Robert Sund, Bertil Fernquis og Curt Andersson). Garðar syngur af ríkulegri tilfinningu, ekki eins og í óperu, heldur líkt og hann sé staddur í næturklúbbi í Las Vegas klukkan 2 um nóttu. Söngurinn er vissulega vandaður og dálítið skólaður, en hann er líka blátt áfram og dægurlagakenndur. Útsetningarnar eru í einföldum djassstíl, það er dinnerbragur á þeim sem er sjarmerandi. Friðrik Karlsson, sá mikli fagmaður, útsetti lögin af frábærri smekkvísi. Hvergi er neinu ofaukið, gítar, píanó og bassi fá að njóta sín í fullkomnum samhljómi. Heildaráferðin er óheft og flæðandi. Hljóðfæratríóið er líka flott, leikurinn er samtaka og líflegur, en ávallt afslappaður. Þessi geisladiskur er einstaklega skemmtilegur. Það er unaður að hlusta á hann og ég get vel ímyndað mér að hann sé kjörinn til að taka með sér í freyðibað eftir langan vinnudag.Niðurstaða: Skemmtilegur diskur, fallega sunginn, prýðilega spilaður, útsettur af fagmennsku.
Gagnrýni Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira