Drepfyndið ferðalag aftur í tímann Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 19. desember 2014 11:30 Bryndís Björgvinsdóttir „Það er næstum því ekki hægt að leggja Hafnfirðingabrandarann frá sér,“ segir Halla Þórlaug. Vísir/Stefán Bækur: Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir Vaka Helgafell Bryndís Björgvinsdóttir fékk íslensku barnabókaverðlaunin árið 2011 fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríðið. Nú hefur hún sent frá sér aðra bók, Hafnfirðingabrandarann. Hún er frábær. Vægast sagt. Hún er í fyrsta lagi mjög fyndin. Fyrst fannst mér hún næstum því of fyndin en svo fléttar höfundur alls konar dramatík snilldarlega inn í söguþráðinn. Bókin fjallar um hina fimmtán ára Klöru sem býr í Hafnarfirði. Foreldrar hennar ákveða að skella sér til Kanaríeyja rétt fyrir jól. Á meðan er henni plantað hjá ömmu gömlu sem foreldrarnir telja hálfelliæra þótt annað komi reyndar í ljós. Og það er margt fleira sem kemur í ljós, enda er bókin 432 blaðsíður að lengd. Það eru margar blaðsíður. Lesandinn fær mikið fyrir peninginn, en spurningin er: Hvernig kemst maður upp með að skrifa svona langa unglingabók? Jú, með því að gera hana fáránlega fyndna og stútfulla af sögu. Það er næstum því ekki hægt að leggja Hafnfirðingabrandarann frá sér. Persónusköpun er frábær; sögumaðurinn og sælgætisgrísinn Klara er yndislega gagnrýnislaus á flækjur unglingsáranna en er blessunarlega umvafin skeleggum vinkonum sem deila fast á hið stéttskipta samfélag sem unglingadeildir eru gjarnan. Eitt hressandi persónueinkenni Klöru er hversu ítrekað hún gleymir sér í eigin hugsunum um alla mögulega og ómögulega hluti. Lesandinn fær það á tilfinninguna að höfundur deili þessu persónueinkenni með sögumanninum, en flæðið er svo leikandi að lesturinn verður það líka. Sagan gerist árið 1999 svo bókin er líka einstaklega skemmtileg lesning fyrir alla þá sem voru unglingar á þeim tíma. En inn í flækjur táningsáranna fléttast einnig spennandi fjölskyldusaga sem Klara kemst á snoðir um í samskiptum við gamla ættingja á meðan á dvöl hennar hjá ömmunni stendur. Höfundur fléttar einnig inn í söguþráðinn umfjöllun um samkynhneigð, trúmál og einelti. Viðmót sögumannsins gagnvart þessum málum er aðdáunarvert og fær lesandann, ja, eða fékk mig allavega, til þess að langa til að fara aftur í tímann og verða svona svalur unglingur.Niðurstaða: Vel skrifuð, drepfyndin og spennandi saga sem bæði unglingar og fullorðnir ættu að geta gleymt sér í. Gagnrýni Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bækur: Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir Vaka Helgafell Bryndís Björgvinsdóttir fékk íslensku barnabókaverðlaunin árið 2011 fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríðið. Nú hefur hún sent frá sér aðra bók, Hafnfirðingabrandarann. Hún er frábær. Vægast sagt. Hún er í fyrsta lagi mjög fyndin. Fyrst fannst mér hún næstum því of fyndin en svo fléttar höfundur alls konar dramatík snilldarlega inn í söguþráðinn. Bókin fjallar um hina fimmtán ára Klöru sem býr í Hafnarfirði. Foreldrar hennar ákveða að skella sér til Kanaríeyja rétt fyrir jól. Á meðan er henni plantað hjá ömmu gömlu sem foreldrarnir telja hálfelliæra þótt annað komi reyndar í ljós. Og það er margt fleira sem kemur í ljós, enda er bókin 432 blaðsíður að lengd. Það eru margar blaðsíður. Lesandinn fær mikið fyrir peninginn, en spurningin er: Hvernig kemst maður upp með að skrifa svona langa unglingabók? Jú, með því að gera hana fáránlega fyndna og stútfulla af sögu. Það er næstum því ekki hægt að leggja Hafnfirðingabrandarann frá sér. Persónusköpun er frábær; sögumaðurinn og sælgætisgrísinn Klara er yndislega gagnrýnislaus á flækjur unglingsáranna en er blessunarlega umvafin skeleggum vinkonum sem deila fast á hið stéttskipta samfélag sem unglingadeildir eru gjarnan. Eitt hressandi persónueinkenni Klöru er hversu ítrekað hún gleymir sér í eigin hugsunum um alla mögulega og ómögulega hluti. Lesandinn fær það á tilfinninguna að höfundur deili þessu persónueinkenni með sögumanninum, en flæðið er svo leikandi að lesturinn verður það líka. Sagan gerist árið 1999 svo bókin er líka einstaklega skemmtileg lesning fyrir alla þá sem voru unglingar á þeim tíma. En inn í flækjur táningsáranna fléttast einnig spennandi fjölskyldusaga sem Klara kemst á snoðir um í samskiptum við gamla ættingja á meðan á dvöl hennar hjá ömmunni stendur. Höfundur fléttar einnig inn í söguþráðinn umfjöllun um samkynhneigð, trúmál og einelti. Viðmót sögumannsins gagnvart þessum málum er aðdáunarvert og fær lesandann, ja, eða fékk mig allavega, til þess að langa til að fara aftur í tímann og verða svona svalur unglingur.Niðurstaða: Vel skrifuð, drepfyndin og spennandi saga sem bæði unglingar og fullorðnir ættu að geta gleymt sér í.
Gagnrýni Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira