Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Jónas Sen skrifar 7. október 2025 07:02 Friðrik Ómar Hjörleifsson var aðalsöngvari og kynnir tónleikanna. Jónas Sen Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann. Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson í Eldborg í Hörpu laugardaginn 4. október. Hann hafði óvenju fallega tenórrödd sem var full af tilfinningu. Honum tókst að gæða lögin sem hann söng miklu lífi. Á plötunum hans er ekki mikill íburður í útsetningum. Hljóðfæraleikurinn er ósköp blátt áfram og látlaus. Það þurfti bara rödd Villa til að gera lögin að perlum. Sveppareykur í Eldborg Villi var í hrútsmerkinu og hefði orðið áttræður síðasta vor. Hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins 32 ára gamall. Á laugardagskvöldið voru haldnir tónleikar í Eldborg í Hörpu þar sem afmælinu var fagnað með stórsveit og tilbehör. Á dagskránni voru lög sem Villi söng mikið og gerði hálfpartinn að sínum. Hann samdi líka textana við sum lögin. Sviðið var sveipað tjöldum – nánast eins og frímúraramusteri (ég veit um hvað ég er að tala). Stundum reis upp reykur. Reykurinn var blandaður sveppum samkvæmt Friðriki Ómari, aðalsöngvara og kynni tónleikanna. Hann varaði áheyrendur á fremstu bekkjum við að þeir myndu fara í vímu og sofa afskaplega vel. Belgingslegar á góðan máta Stjórnandi og útsetjari var Karl O. Olgeirsson. Hann sat við hvítan flygil, sem var örugglega ekki Hörmung og Möller. Villi sagði mér að vinsæl, dönsk píanó á íslenskum heimilum á þessum tíma, Hornung & Møller, ættu í raun og sanni að heita það. Karl hefur stundum farið yfir strikið í útsetningum, en ekki hér. Þær voru vissulega nokkuð belgingslegar og dálítið villtar, en á góðan máta. Fjórir strengjaleikarar hækkuðu tilfinningastigið í tónlistinni þegar við átti. Glitrandi brassið skapaði brilljans í kraftmeiri lögum. Nokkur saxófónsóló voru eins og gott krydd sem ekki er ofnotað. Slagverkið var notalega eggjandi án þess að vera yfirdrifið. Píanóleikur Karls var auk þess hæfilegur, þjónaði ávallt tónlistinni án nokkurrar sýndarmennsku. Og aðrir hljóðfæraleikarar voru með sitt á hreinu. Friðrik Ómar og GDRN á Eldborgarsviðinu. Jónas Sen Friðrik er allt öðruvísi Friðrik Ómar er auðvitað allt öðruvísi söngvari en Villi var. Hann hefur ekki þessa sakleysislegu rödd. Hún er dekkri og meira sexí. Friðrik var í essinu sínu á tónleikunum. Ekki aðeins var söngurinn kraftmikill og dillandi, hann sjálfur sem kynnir var líka stórskemmtilegur. Hann reytti af sér brandarana og fólk veltist um af hlátri. Það var fyllilega í anda húmorsins hans Villa. Minningartónleikar um háðfugl VERÐA að vera fyndnir. Tónleikarnir voru mjög langir, heilir þrír tímar með hléi. Það er í lengsta lagi, en manni leiddist aldrei. Dagskráin var það vel skipulögð og svo voru þetta bara svo grípandi lög sem eru fyrir löngu orðin sígild. Margir gestasöngvarar glöddu Til að skapa fjölbreytni voru töluvert margir gestasöngvarar. Of langt mál væri að telja þá alla upp. GDRN söng m.a. með Friðriki hinn vinsæla slagara, Ramónu, sem Villi og systir hans, Ellý, sungu oft saman. Það var fjarskalega fallegt. Rétt eins og Friðrik er ólíkur Villa er GDRN mjög ólík Ellýju. Röddin hennar hefur þó einhvern nostalgískan sjarma, sem passaði fullkomlega hér. Ég vil líka nefna Guðrúnu Gunnarsdóttur sem var líka glæsileg í Fátt er svo með öllu illt eftir Buck Owens. Og Erna Hrönn Ólafsdóttir söng af sérlega smitandi krafti og ástríðu Litla tónlistarmanninn eftir Freymóð Jóhannsson. Jónas Sen Lítill drengur stal senunni Ekki er hægt annað en að nefna tólf ára dreng, Alex Óla Jónsson. Hann fangaði hjörtu tónleikagesta með aðdáunarverðum söng. Röddin var tandurhrein og full af tilfinningu. Lagið sem hann söng meðal annars tengir maður sterkt við Villa, en það var Lítill drengur eftir Magnús Kjartansson. Það var einstaklega hrífandi í meðförum unga drengsins. Yfirskilvitlegur kór Undir lok tónleikanna birtist kór á svölunum fyrir ofan sviðið. Þetta var Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Í gegnum sveppaskýið sá maður hann bara óljóst, nánast eins og í yfirskilvitlegri sýn. Með hnitmiðuðum og þéttum söng magnaði hann endapunkt tónleikanna upp í hæstu hæðir. Það var einfaldlega dásamlegt. Lokalagið á tónleikunum var auðvitað Söknuður eftir Jóhann Helgason við hjartnæman (og e.t.v. forspáan) texta eftir Villa. Ég má til með að vera persónulegur og monta mig af því að Villi bað mig upphaflega að spila á píanóið í upptökunni, sem nú er orðin ódauðleg. Ég var hins vegar afar snobbaður á þessum tíma og með rörsýn á klassíska tónlist. Ég hafnaði því boði hans. Ég hef séð eftir því alla tíð. Þetta voru frábærir tónleikar og núna þegar ég skrifa þessar línur finn ég að ég er ekki enn kominn niður af sveppunum. Kannski hefur víma tónleikanna tekið sér endanlega bólfestu í sál minni. Hvað um það; megi minning Villa lifa um ókomna tíð. Niðurstaða: Minningartónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir. Gleðin, húmorinn og hlýjan voru í forgrunni – alveg eins og Vilhjálmur hefði sjálfur viljað hafa það. Friðrik Ómar leiddi kvöldið af öryggi, söng með ástríðu og lét reyk, sveppi og söng skapa hátt gíraða og stórkostlega stemningu. Karl O. Olgeirsson sá til þess að tónlistin héldi reisn og tilfinningadýpt, og fjölbreyttir gestasöngvarar tryggðu að dagskráin varð aldrei einsleit. Ég gekk út úr Eldborg í vímu – ekki af sveppunum, heldur af söknuði, hlátri og yndislegum minningum um einn skemmtilegasta söngvara Íslandssögunnar. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Tónlist Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson í Eldborg í Hörpu laugardaginn 4. október. Hann hafði óvenju fallega tenórrödd sem var full af tilfinningu. Honum tókst að gæða lögin sem hann söng miklu lífi. Á plötunum hans er ekki mikill íburður í útsetningum. Hljóðfæraleikurinn er ósköp blátt áfram og látlaus. Það þurfti bara rödd Villa til að gera lögin að perlum. Sveppareykur í Eldborg Villi var í hrútsmerkinu og hefði orðið áttræður síðasta vor. Hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins 32 ára gamall. Á laugardagskvöldið voru haldnir tónleikar í Eldborg í Hörpu þar sem afmælinu var fagnað með stórsveit og tilbehör. Á dagskránni voru lög sem Villi söng mikið og gerði hálfpartinn að sínum. Hann samdi líka textana við sum lögin. Sviðið var sveipað tjöldum – nánast eins og frímúraramusteri (ég veit um hvað ég er að tala). Stundum reis upp reykur. Reykurinn var blandaður sveppum samkvæmt Friðriki Ómari, aðalsöngvara og kynni tónleikanna. Hann varaði áheyrendur á fremstu bekkjum við að þeir myndu fara í vímu og sofa afskaplega vel. Belgingslegar á góðan máta Stjórnandi og útsetjari var Karl O. Olgeirsson. Hann sat við hvítan flygil, sem var örugglega ekki Hörmung og Möller. Villi sagði mér að vinsæl, dönsk píanó á íslenskum heimilum á þessum tíma, Hornung & Møller, ættu í raun og sanni að heita það. Karl hefur stundum farið yfir strikið í útsetningum, en ekki hér. Þær voru vissulega nokkuð belgingslegar og dálítið villtar, en á góðan máta. Fjórir strengjaleikarar hækkuðu tilfinningastigið í tónlistinni þegar við átti. Glitrandi brassið skapaði brilljans í kraftmeiri lögum. Nokkur saxófónsóló voru eins og gott krydd sem ekki er ofnotað. Slagverkið var notalega eggjandi án þess að vera yfirdrifið. Píanóleikur Karls var auk þess hæfilegur, þjónaði ávallt tónlistinni án nokkurrar sýndarmennsku. Og aðrir hljóðfæraleikarar voru með sitt á hreinu. Friðrik Ómar og GDRN á Eldborgarsviðinu. Jónas Sen Friðrik er allt öðruvísi Friðrik Ómar er auðvitað allt öðruvísi söngvari en Villi var. Hann hefur ekki þessa sakleysislegu rödd. Hún er dekkri og meira sexí. Friðrik var í essinu sínu á tónleikunum. Ekki aðeins var söngurinn kraftmikill og dillandi, hann sjálfur sem kynnir var líka stórskemmtilegur. Hann reytti af sér brandarana og fólk veltist um af hlátri. Það var fyllilega í anda húmorsins hans Villa. Minningartónleikar um háðfugl VERÐA að vera fyndnir. Tónleikarnir voru mjög langir, heilir þrír tímar með hléi. Það er í lengsta lagi, en manni leiddist aldrei. Dagskráin var það vel skipulögð og svo voru þetta bara svo grípandi lög sem eru fyrir löngu orðin sígild. Margir gestasöngvarar glöddu Til að skapa fjölbreytni voru töluvert margir gestasöngvarar. Of langt mál væri að telja þá alla upp. GDRN söng m.a. með Friðriki hinn vinsæla slagara, Ramónu, sem Villi og systir hans, Ellý, sungu oft saman. Það var fjarskalega fallegt. Rétt eins og Friðrik er ólíkur Villa er GDRN mjög ólík Ellýju. Röddin hennar hefur þó einhvern nostalgískan sjarma, sem passaði fullkomlega hér. Ég vil líka nefna Guðrúnu Gunnarsdóttur sem var líka glæsileg í Fátt er svo með öllu illt eftir Buck Owens. Og Erna Hrönn Ólafsdóttir söng af sérlega smitandi krafti og ástríðu Litla tónlistarmanninn eftir Freymóð Jóhannsson. Jónas Sen Lítill drengur stal senunni Ekki er hægt annað en að nefna tólf ára dreng, Alex Óla Jónsson. Hann fangaði hjörtu tónleikagesta með aðdáunarverðum söng. Röddin var tandurhrein og full af tilfinningu. Lagið sem hann söng meðal annars tengir maður sterkt við Villa, en það var Lítill drengur eftir Magnús Kjartansson. Það var einstaklega hrífandi í meðförum unga drengsins. Yfirskilvitlegur kór Undir lok tónleikanna birtist kór á svölunum fyrir ofan sviðið. Þetta var Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Í gegnum sveppaskýið sá maður hann bara óljóst, nánast eins og í yfirskilvitlegri sýn. Með hnitmiðuðum og þéttum söng magnaði hann endapunkt tónleikanna upp í hæstu hæðir. Það var einfaldlega dásamlegt. Lokalagið á tónleikunum var auðvitað Söknuður eftir Jóhann Helgason við hjartnæman (og e.t.v. forspáan) texta eftir Villa. Ég má til með að vera persónulegur og monta mig af því að Villi bað mig upphaflega að spila á píanóið í upptökunni, sem nú er orðin ódauðleg. Ég var hins vegar afar snobbaður á þessum tíma og með rörsýn á klassíska tónlist. Ég hafnaði því boði hans. Ég hef séð eftir því alla tíð. Þetta voru frábærir tónleikar og núna þegar ég skrifa þessar línur finn ég að ég er ekki enn kominn niður af sveppunum. Kannski hefur víma tónleikanna tekið sér endanlega bólfestu í sál minni. Hvað um það; megi minning Villa lifa um ókomna tíð. Niðurstaða: Minningartónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir. Gleðin, húmorinn og hlýjan voru í forgrunni – alveg eins og Vilhjálmur hefði sjálfur viljað hafa það. Friðrik Ómar leiddi kvöldið af öryggi, söng með ástríðu og lét reyk, sveppi og söng skapa hátt gíraða og stórkostlega stemningu. Karl O. Olgeirsson sá til þess að tónlistin héldi reisn og tilfinningadýpt, og fjölbreyttir gestasöngvarar tryggðu að dagskráin varð aldrei einsleit. Ég gekk út úr Eldborg í vímu – ekki af sveppunum, heldur af söknuði, hlátri og yndislegum minningum um einn skemmtilegasta söngvara Íslandssögunnar.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Tónlist Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira