Innlent

Kostnaður við nýja sánuklefa í Vestur­bæ um 130 milljónir

Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið. 

Innlent

Lög­reglan hljóp uppi ólátabelg í nótt

Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn.

Innlent

„Á­kæru­valdið þarf að út­skýra þetta“

Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka.

Innlent

Ný leið fyrir ferða­menn með átta eld­fjöllum

Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og á Suðurlandi eru nú að kynna nýja og spennandi leið fyrir ferðamenn, sem nær frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi að Öræfajökli í sunnanverðum Vatnajökli. Leiðin er um 700 kílómetra.

Innlent

Þungt hljóð í sál­fræðingum sem felldu samning í gær

Sálfræðingar í opinberri þjónustu felldu í gær kjarasamning með 61,2 prósent greiddra atkvæða. Kjörsókn var 76,7 prósent. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir hljóðið þungt í sálfræðingum sem starfa í opinberri þjónustu. Hann segir félagið nú stefna á að ræða við félagsmenn til að ákvarða næstu skref.

Innlent

Stjórn Virðingar mót­mælir ó­sönnum full­yrðingum í fjöl­miðlum

Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag.

Innlent

Fiski­bátur í neyð í mynni Ólafs­fjarðar

Björgunarsveitin Tindar Ólafsfirði og Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði voru kallaðar út á mesta forgangi fyrr í dag þegar neyðarboð barst frá litlum fiskibát sem þá var staddur nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar, og hafði fengið í skrúfuna.

Innlent

Þór­dís vill ekki fresta lands­fundi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar.

Innlent

Eins og að vera fangi í eigin líkama

Freyja Imsland var að nálgast þrítugt og var við það að ljúka doktorsnámi í Svíþjóð þegar hún byrjaði að þróa með sér einkenni ME sjúkdómsins. Í dag er hún alfarið rúmföst og getur lítið gert án þess að örmagnast.

Innlent

Átta ára fangelsi fyrir að nauðga and­lega fatlaðri konu í­trekað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra.

Innlent

Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg

Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar.

Innlent

Ekkert verður af kaupunum á Krafti

Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð.

Innlent