Innlent

Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dóra Björt var oddviti Pírata í Reykjavík þar til um miðjan síðasta mánuð. 
Dóra Björt var oddviti Pírata í Reykjavík þar til um miðjan síðasta mánuð.  Vísir/Vilhelm

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og áður Pírata, hefur gefið kost á sér í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. 

Dóra Björt greinir frá framboði sínu á Facebook. Frestur til að skila inn framboði í forval flokksins rennur út í dag. Dóra Björt, sem áður var oddviti Pírata í borginni, tilkynnti í síðasta mánuði að hún hefði sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna.

„Mér finnst mikilvægt að vera sönn í því sem ég geri, ég er í stjórnmálum af ástríðu og læt hjartað ráða för. Þess vegna var þetta skref nauðsynlegt fyrir mig. Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár og hef sýnt það í öllu sem ég geri að ég brenn fyrir jafnrétti, jafnræði og jöfnum tækifærum.

Eftir hvatningu víða að hef ég tekið þá ákvörðun að láta slag standa og gefa kost á mér í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík,“ skrifar Dóra á Facebook.

Þegar hafa orðið vendingar í sveitarstjórnarmálunum síðasta sólarhring og fleiri gefið kost á sér fyrir forval og prófkjör í nokkrum sveitarfélögum. Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum vegna sveitarstjórnarkosninganna hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×