Innlent

Rauði krossinn veitti í­búum skjól eftir bruna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Lýður Valberg

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi við Brúnastekk í Breiðholti í nótt. Rauði krossinn sá íbúum fyrir skjóli þar sem húsið var óíbúðarhæft eftir brunann.

Lárus Björnsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir engin slys hafa orðið á fólki. Rúv greindi fyrst frá.

Allir tiltækir dælu- og sjúkrabílar voru að sögn Lárusar kallaðir til og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem var bundinn við eitt svæði í húsinu. 

Þar sem húsið var óíbúðarhæft eftir brunann sá Rauði krossinn íbúum fyrir skjóli í nótt.

„Ef fólk getur ekki verið áfram í húsnæðinu aðstoðar Rauði krossinn við að finna því húsnæði. Þau redda þeim í eina nótt og svo sér fólk um sig sjálft,“ segir Lárus.

Lárus segir í höndum lögreglu að rannsaka eldsupptök, sem enn eru ókunn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×