Innlent

Úti­lokar ekki borgara­styrj­öld

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12. vísir

Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. 

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Búið er að boða til fundar hjá utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið vegna innrásarinnar. Í færslu nefndarmeðlims og þingmanns er staða lýðræðislegra stjórnarhátta, mannréttinda, virðingar fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétts þjóða á alþjóðasviðinu grafalvarleg.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 4. janúar 2026

Lögreglu í Sviss hefur tekist að bera kennsl á lík sextán til viðbótar sem létust í eldsvoða á skemmtistað á skíðasvæðinu Crans-Montana á gamlárskvöld. Fjórtán ára svissnesk stúlka er meðal látinna.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna felldi nýlega úr gildi viðvaranir við hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í kvenheilsu segir þetta tímamót og vonar að leiðbeiningum hér á Íslandi verði breytt.

Formaður Bændasamtakanna segir flestöllum vænt um bændur, en mörgum sé illa við kerfið. Landsmenn þurfi að tengja við íslenska bændur þegar keypt eru íslensk matvæli í verslunum.

Þetta og margt fleira í beinni útsendingu á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×