Innlent

Í­búar van­svefta við Sunda­höfn

Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni.

Innlent

Neyðar­skýli fyrir flótta­menn ekki lausnin sem vantar

Flóttamenn í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar segja neyðarskýli fyrir flóttamenn ekki lausnina sem vantar. Þeir eru réttinda- og heimilislausir á landinu og kalla eftir vernd eða búseturétti. Þeir mótmæla í tjöldum í Hafnarfirði. 

Innlent

Sam­tal fyrir at­kvæða­greiðslu hefði verið á­kjósan­legt

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir að betra samtal á milli hennar og utanríkisráðherra í aðdraganda atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi hefði verið ákjósanlegt. Málið sé þó alltaf á ábyrgð utanríkisráðherra. Hún segir vopnahlé á Gasa stóra málið. Það verði að tryggja það sem fyrst.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir að samtal hefði verið ákjósanlegt milli hennar og utanríkisráðherra fyrir umdeilda atkvæðagreiðslu. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur í fréttatímanum.

Innlent

Leggur til sektir fyrir slæma hegðun for­eldra

Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna.

Innlent

„Sorg­leg“ staða uppi hjá leið­sögu­mönnum

Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið.

Innlent

Hópur í­búa í Grinda­vík kvíðinn og ótta­sleginn

Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna.

Innlent

Heimilis­lausir flótta­menn mót­mæla í tjöldum

Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. 

Innlent

Í­þróttir barna ræddar í Pallborðinu

Æstir foreldrar á hliðarlínunni, meiðsli barna, ofþjálfun og andleg heilsa barna í íþróttum eru á meðal þess sem rætt verður um í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Innlent

Ekkert skutl upp að dyrum í Kefla­vík í næstu viku

Ekki verður hægt að keyra flugfarþega á leið úr landi um svokallaða brottfararrennu fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í næstu viku. Framkvæmdir munu þar hefjast á mánudag, 6. nóvember, og er reiknað með að þær standi fram á sunnudaginn 12. nóvember.

Innlent