Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 16:53 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að hver og einn framhaldsskóli sé vinnuveitandi kennara í skilningi laga um kjaradeilur. Því hafi nýlegur dómur Félagsdóms í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands engin áhrif á fyrirhuguð verkföll framhaldsskólakennara. Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira