Innlent

Sjö líkams­á­rásir á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjö líkamsárásir voru tilkynntar í sex hverfum.
Sjö líkamsárásir voru tilkynntar í sex hverfum. Vísir/Vilhelm

Lögreglu bárust tilkynningar um sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í flestum tilvikum voru meiðsl minniháttar og málið afgreitt á vettvangi.

Tveir voru handteknir í málunum sjö en vitað um gerendur í tveimur öðrum.

Líkamsárásirnar áttu sér stað í póstnúmerunum 104, 105, 108, 201, 220 og 270.

Einn var handtekinn í umferðinni, grunaður um að hafa valdið slysi við ölvunarakstur og að minnsta kosti tveir aðrir voru stöðvaðir, annar reyndist undir áhrifum og hinn réttindalaus.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun og mann sem var sagður sparka í bifreiðar en sá fannst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×