Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 12:14 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Flokkurinn sé sá stærsti í borgarstjórn og langstærsti í síðustu könnunum en komist ekki í meirihluta vegna útilokunar. Vísir/Vilhelm Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. Fréttastofa greindi frá því í gær að oddvitar Sósíalistaflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hafi fundað til að athuga hvort þar væri samstarfsflötur. Að loknum fundi sögðu oddvitarnir að næsta mál á dagskrá væri að kynna hugmyndina fyrir baklandi flokkanna. Fréttastofa hefur reynt að ná á oddvitum flokkanna í allan morgun en án árangurs. Aðeins Líf Magneudóttir, oddviti VG, svaraði skilaboðum fréttastofu sem voru á þá leið að ekkert nýtt væri að frétta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ég sendi þessum ágætu kollegum mínum auðvitað góðar kveðjur inn í þessar viðræður en ég hef lýst því yfir áður að þetta er sá meirihluti sem mér hugnast síst. Hann er auðvitað samsettur flokkum sem eru hvað fjærst Sjálfstæðisflokknum í skoðunum og ég óttast að það muni ekki nást árangur í mikilvægum baráttumálum á næstu mánuðum undir stjórn fimm flokka vinstri meirihluta.“ Síðastliðinn föstudag og laugardag áttu Framsókn, Viðreisn, Flokkur Fólksins og Sjálfstæðisflokkur í óformlegum viðræðum. Hildur segir að engin ástæða hafi verið til að ætla að þau myndu ekki ná saman enda ættu þessir flokkar málefnalega samleið og engin ágreiningsmál hefðu komið upp. Hugmyndin um þennan meirihluta fór út um þúfur þegar stjórn og bakland Flokks fólksins lýsti því yfir að þau vildu ekki leiða Sjálfstæðisflokk til valda. Hildur segir að mest sé um vert að sameinast um málin en ekki útilokunarstjórnmál. „Ég hef vandað mig í samskiptum við aðra flokka og reynt að sýna að það sé gott að starfa með mér sem oddvita og að ég sé einstaklingur sem er hægt að treysta á og vinna með. Ég held það sé erfitt að draga fram þann oddvita í borgarstjórn í öðrum flokki sem myndi halda öðru fram þannig að það er auðvitað sérkennilegt að vera í þessari stöðu. Vegna einhverra atburða sem varða ekki okkur í borgarstjórn er borgarstjórnarflokkur Flokks fólksins skyndilega að útiloka samstarf við okkur, ekki vegna þess að þau telji ekki gott að starfa með okkur eða að þau eigi ekki málefnalegan samhljóm með okkur eða að við getum ekki unnið góðum málum brautargengi í borginni heldur vegna einhverrar viðkvæmni vegna umræðu í þinginu eða morgunblaðinu sem auðvitað koma okkur ekki við.“ Henni finnist sérkennilegt að Flokkur fólksins vilji fara í vinstri meirihluta út frá málefnastöðu. Helga Þórðardóttir er oddviti Flokks fólksins í borginni.Vísir/Vilhelm „Flokkur fólksins hefur verið að berjast gegn óskynsemi í stafrænni umbreytingu borgarinnar, hefur verið að berjast gegn umferðartöfunum og talað fyrir húsnæðisuppbyggingu og áfram mætti telja. Að hann ætli sér að fara í samstarf með flokkum sem munu engu breyta í þessum efnum, það er auðvitað mjög skrítið sérstaklega vegna þess að ástæðurnar sem búa að baki eru ekki sérstaklega málefnalegar.“ Uppfært kl. 13.05. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að oddvitarnir fimm haldi áfram að ná saman um nýjan vinsri meirihluta og að fundur hafi hafist um tíu leytið í morgun. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að oddvitar Sósíalistaflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hafi fundað til að athuga hvort þar væri samstarfsflötur. Að loknum fundi sögðu oddvitarnir að næsta mál á dagskrá væri að kynna hugmyndina fyrir baklandi flokkanna. Fréttastofa hefur reynt að ná á oddvitum flokkanna í allan morgun en án árangurs. Aðeins Líf Magneudóttir, oddviti VG, svaraði skilaboðum fréttastofu sem voru á þá leið að ekkert nýtt væri að frétta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ég sendi þessum ágætu kollegum mínum auðvitað góðar kveðjur inn í þessar viðræður en ég hef lýst því yfir áður að þetta er sá meirihluti sem mér hugnast síst. Hann er auðvitað samsettur flokkum sem eru hvað fjærst Sjálfstæðisflokknum í skoðunum og ég óttast að það muni ekki nást árangur í mikilvægum baráttumálum á næstu mánuðum undir stjórn fimm flokka vinstri meirihluta.“ Síðastliðinn föstudag og laugardag áttu Framsókn, Viðreisn, Flokkur Fólksins og Sjálfstæðisflokkur í óformlegum viðræðum. Hildur segir að engin ástæða hafi verið til að ætla að þau myndu ekki ná saman enda ættu þessir flokkar málefnalega samleið og engin ágreiningsmál hefðu komið upp. Hugmyndin um þennan meirihluta fór út um þúfur þegar stjórn og bakland Flokks fólksins lýsti því yfir að þau vildu ekki leiða Sjálfstæðisflokk til valda. Hildur segir að mest sé um vert að sameinast um málin en ekki útilokunarstjórnmál. „Ég hef vandað mig í samskiptum við aðra flokka og reynt að sýna að það sé gott að starfa með mér sem oddvita og að ég sé einstaklingur sem er hægt að treysta á og vinna með. Ég held það sé erfitt að draga fram þann oddvita í borgarstjórn í öðrum flokki sem myndi halda öðru fram þannig að það er auðvitað sérkennilegt að vera í þessari stöðu. Vegna einhverra atburða sem varða ekki okkur í borgarstjórn er borgarstjórnarflokkur Flokks fólksins skyndilega að útiloka samstarf við okkur, ekki vegna þess að þau telji ekki gott að starfa með okkur eða að þau eigi ekki málefnalegan samhljóm með okkur eða að við getum ekki unnið góðum málum brautargengi í borginni heldur vegna einhverrar viðkvæmni vegna umræðu í þinginu eða morgunblaðinu sem auðvitað koma okkur ekki við.“ Henni finnist sérkennilegt að Flokkur fólksins vilji fara í vinstri meirihluta út frá málefnastöðu. Helga Þórðardóttir er oddviti Flokks fólksins í borginni.Vísir/Vilhelm „Flokkur fólksins hefur verið að berjast gegn óskynsemi í stafrænni umbreytingu borgarinnar, hefur verið að berjast gegn umferðartöfunum og talað fyrir húsnæðisuppbyggingu og áfram mætti telja. Að hann ætli sér að fara í samstarf með flokkum sem munu engu breyta í þessum efnum, það er auðvitað mjög skrítið sérstaklega vegna þess að ástæðurnar sem búa að baki eru ekki sérstaklega málefnalegar.“ Uppfært kl. 13.05. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að oddvitarnir fimm haldi áfram að ná saman um nýjan vinsri meirihluta og að fundur hafi hafist um tíu leytið í morgun.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32
Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30
Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04