Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alfreð Erling Þórðarson er ákærður fyrir að verða hjónum að bana í Neskaupstað. vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar.
„Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum