Ráðherra braut ekki lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2025 13:07 Ástráður, Aldís og Guðmundur Ingi fyrrverandi ráðherra jafnréttismála. Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira