Ráðherra braut ekki lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2025 13:07 Ástráður, Aldís og Guðmundur Ingi fyrrverandi ráðherra jafnréttismála. Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Aldís Guðný Sigurðardóttir var á meðal sex umsækjenda um starfið sem Ástráður Haraldsson var skipaður í. Umsækjendur um embættið voru eftirtaldir: Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri Skúli Þór Sveinsson, sölumaður Aldís og Ástráður voru bæði metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd og fór lögmaður Aldísar yfir málið, frá þeirra sjónarhorni, í aðsendri skoðunargrein á Vísi í ágúst í fyrra. Það væri mat Aldísar að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn. Taldi Aldís að ráðherra hefði mismunað sér á grundvelli kyns en samkvæmt lögum væri sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Máli sínu til stuðnings nefndu þær að í rúmlega fjörutíu ára sögu ríkissáttasemjara hefði aðeins ein kona gegnt embættinu. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið,“ sagði Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, í samtali við Vísi í janúar í fyrra. Erna spurði í aðsendu greininni hvort jafnrétti hefði verið haft af ráðherra jafnréttismála? Kærunefndin svarar þeirri spurningu játandi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Aldísi hafi ekki sýnt fram á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns. Niðurstaða ráðherra hefði verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Ástráður hefði fengið fleiri heildarstig við mat á umsóknargögnum, fleiri heildarstig eftir viðtöl. Þannig hafi hann fengið fleiri stig fyrir tvo matsþætti af ellefu en Aldís fleiri fyrir einn matsþátt. Aldís hefði mikla sérþekkingu í samningatækni og samningafræði sem og við úrlausn deilumála. Ástráður hefði á móti mikla sérþekkingu í vinnumarkaði og sáttarstörf í vinnudeilum. Þá hefði hann tiltekina reynslu í starfinu en hann hafði verið settur ríkissáttasemjari þegar staðan var auglýst. Þá var ekki fallist á kröfu Aldísar að ríkið greiddi málskostnað hennar. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinnumarkaður Vinstri græn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira