Innlent

Rauf skil­orð með ræktun og akstri í Lág­múla

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda og fyrir að hafa verið með tugi kannabisplantna í ræktun. Maðurinn rauf með brotunum skilorð, en þetta var í sjöunda sinn sem hann hefur gerst sekur um akstur sviptur ökurétti.

Innlent

Nældi í eigin­konu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans

Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum.

Innlent

Aldrei fleirum vísað frá Ís­landi

Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni.

Innlent

Fundu veg nær gosinu fyrir til­viljun

Æ fleiri hafa undanfarið reynt að komast að eldgosinu við Sundhnjúk og bera það augum undanfarið þrátt fyrir að svæðið sé lokað. Bandarískir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með útsýnið.

Innlent

Ekki merki um að kvika sé á ferðinni

Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu.

Innlent

Leyndar­málin á Messenger muni síður líta dagsins ljós

Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tólf særðust í dróna- og eldflaugaárás sem Íran gerði á Ísrael í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal sjö ára gömul stúlka, sem liggur á gjörgæslu. Leiðtogar G-7 ríkjanna funda nú um hvernig bregðast eigi við árásinni.

Innlent

Smáskjálftahrina á Reykja­nesi

Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars.

Innlent

Sinubruni í búgarðabyggðinni

Eldur kviknaði í sinu í búgarðabyggðinni svokölluðu milli Selfoss og Eyrarbakka í dag. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á vettvangi og hafa náð tökum á eldinum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael í gærkvöldi. Fundurinn fer fram síðdegis og er haldinn að beiðni Gilard Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar. Við förum yfir stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Loka Bláa lóninu vegna gasmengunar

Vegna mengunar frá eldgosinu í Sundnhjúkagígaröðinni á Reykjanesskaga þurfti að loka öllum starfsstöðvum Bláa lónsins í morgun. Opnað verður aftur klukkan 14. 

Innlent

Bankasýslan, búvörulög og ríkisstjórnarsamstarfið

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“

Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 

Innlent

Rændu bif­reið vopnaðir skot­vopni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rán á bifreið í gærkvöldi. Ökumaður bílsins sagði sér hafa verið ógnað með skotvopni. Fjórir voru handteknir í heimahúsi síðar um kvöldið, grunaðir um aðild að málinu.

Innlent

Leita manns á Akra­nesi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna leitar sem nú stendur yfir að manni í nágrenni Akraness.

Innlent

Harðari orð­ræða um út­lendinga stilli VG upp við vegg

Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar.

Innlent

Vill raun­særri stefnu í útlendingamálum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Bónorðsferðin í upp­nám vegna lé­legs pakkadíls

Jóhannes Lange og Anita Engley Guðbergsdóttir ganga í hjónaband í dag eftir átta mánaða trúlofun. Jóhannes bað Anitu í Feneyjum, í langþráðu ferðalagi. Þrátt fyrir að ferðin hafi endað með trúlofun fór flest annað úrskeiðis. 

Innlent

Að­sóknar­met slegið í Lista­há­skólanum

Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðandanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir þó geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rætt verður við hana í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

„Minn tími er ekki búinn“

Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum.

Innlent

Eldri kjós­endur hallast að Katrínu

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða.

Innlent