Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2025 12:02 Andrésar andar leikarnir fara fram þrátt fyrir erfiðan skíðavetur. Vísir/Vilhelm Fertugustu og níundu Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum hefjast í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri. Formaður Andrésarnefndar segir að á tímabili hafi litið út fyrir að slæmt snjófæri myndi setja strik í reikninginn en nú sé útlit fyrir að metþátttaka verði á leikunum. Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira