Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 21:31 Ellert Þór Jóhannsson rannsóknarlektor við Árnastofnun segir páskaeggjamálshættina tilvalna leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrra kynslóða. Vísir/Ívar Fannar Lektor hjá Árnastofnun segir óþarfi fyrir sælgætisgerðir að nota kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum í páskaeggin. Af nógu sé að taka og páskaeggjamálshættirnir tilvalin leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrrar kynslóðar. Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira