Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 07:35 Þolinmæði Elds Smára er á þrotum en hann hefur engin gögn fengið sem varða kæru Samtakanna ´78 á hendur honum. Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. „Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári. Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári.
Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44