Erlent

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Har­ris

Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi.

Erlent

Einn valdam­esti fíkni­efna­barón heims hand­tekinn

Ismael „El Mayo“ Zambada, leiðtogi mexikóska Sinaloa eiturlyfjahringsins, hefur verið handtekinn í El Paso í Texas. Hann hefur verið ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum meðal annars fyrir að hafa framleitt og dreift fentanyl, öflugu eiturlyfi sem hefur valdið ópíóðakrísu í Bandaríkjunum.

Erlent

Lög­reglu­maður traðkaði á höfði manns

Myndskeið sem sýnir breskan lögreglumann sparka í og traðka á höfði manns sem liggur á gólfi flugstöðvarinnar í Manchester á Englandi á þriðjudag er í mikilli dreifingu á netinu. Blásið hefur verið til mótmæla vegna atviksins.

Erlent

Fjöldi mót­mælir við sögu­legt á­varp Netanjahú

Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC.

Erlent

Frakk­lands­for­seti blandar sér í mál hvalavinarins

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta.

Erlent

Heims­hita­met slegið tvisvar á jafn­mörgum dögum

Methiti sem mælist nú á jörðinni hélt áfram á mánudag. Þá var dagsgamalt hitamet sem talið er að hafi verið sett á sunnudag slegið um brot úr gráðu. Ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár.

Erlent

Á­tján fórust í flug­slysi í Nepal

Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi.

Erlent