Erlent

Madeleine Albright látin

Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú fallin frá, 84 ára að aldri, en fjölskylda hennar greinir frá þessu í yfirlýsingu. Hún lést af völdum krabbameins.

Erlent

Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun

Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum.

Erlent

Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga

Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna.

Erlent

Annar flug­rita kín­versku vélarinnar fundinn

Leitarlið hefur fundið annan af flugritum farþegavélarinnar sem hrapaði í suðurhluta Kína á mánudaginn. Ekki er liggur fyrir hvort um sé að ræða ferðritann eða hljóðritann en hann er mikið skemmdur að því er segir í frétt AP.

Erlent

Taka þökin af turnum Dóm­kirkjunnar í Lundi

Þak nyrðri turns Dómkirkjunnar í Lundi var fjarlægt með stórum krana í gær en framundan eru endurbætur á kirkjunni sem nú er klædd er stillönskum. Mikill fjöldi fólks kom saman til að fylgjast með framkvæmdinni.

Erlent

Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla

Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið.

Erlent

Segir ekkert eftir af Mariu­pol og kallar eftir að­gerðum

Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum.

Erlent

Vaktin: Von á hertum refsiaðgerðum síðar í vikunni

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig.

Erlent

Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi

Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök.

Erlent

Sjá engin ummerki um undiröldu gegn Pútín

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, getur enn reitt sig á hollustu hinnar pólitísku elítu í Rússlandi. Það er þrátt fyrir fordæmalausar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu og að innrásin hafi verið fordæmd um mest allan heim.

Erlent

Búa sig undir mikið óveður

Íbúar í Louisiana, Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum hafa verið varaðir við miklu óveðri sem er að skella á ríkin eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Texas. Óttast er að sterkir skýstrokkar myndist víða.

Erlent

Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn

Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu.

Erlent

Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað

Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 

Erlent

Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið

Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar.

Erlent

Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni

Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni.

Erlent