Minnst þrjátíu og fimm létust þegar gólf gaf sig og tugir féllu í brunn Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2023 10:23 Margir féllu ofan í brunninn og minnst 35 létust. AP Að minnsta kosti þrjátíu og fimm létu lífið þegar gólf í musteri Hindúa á Indlandi gaf sig í morgun. Fólkið féll ofan í vatnsbrunn sem var undir gólfinu og drukknaði en vatnið mun hafa verið um átta metrar á dýpt. Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi. Indland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi.
Indland Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira