Minnst þrjátíu og fimm létust þegar gólf gaf sig og tugir féllu í brunn Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2023 10:23 Margir féllu ofan í brunninn og minnst 35 létust. AP Að minnsta kosti þrjátíu og fimm létu lífið þegar gólf í musteri Hindúa á Indlandi gaf sig í morgun. Fólkið féll ofan í vatnsbrunn sem var undir gólfinu og drukknaði en vatnið mun hafa verið um átta metrar á dýpt. Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi. Indland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi.
Indland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira