Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 11:18 Pistorius var oft aumur í dómsal og grét. epa/STR Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að verða Reevu Steenkamp að bana, þegar hann skaut fjórum sinnum gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoriu í Suður-Afríku. Hann hefur nú afplánað helming dómsins. Talsmaður fangelsismálayfirvalda í borginni segir liggja fyrir nefndinni að ákveða hvort markmiðunum með fangelsisvistun Pistorius hafi verið náð. Saksóknarar sögðu Pistorius, 36 ára, hafa viljandi orðið Steenkamp að bana í reiði- og afbrýðisemiskasti. Íþróttamaðurinn neitaði hins vegar ásökununum, sagðist hafa elskað Steenkamp heitt og sagðist hafa talið að hann væri að vernda hana með því að skjóta á einhvern sem hefði brotist inn. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius hefði ekki ætlað að myrða Steenkamp en hann væri engu að síður ábyrgur þar sem hann hefði verið of fljótur á sér og notað óhóflegt afl. Málinu var áfrýjað og Pistorius dæmdur fyrir morð. Pistorius átti fund með foreldrum Steenkamp, June og Barry, í fyrra. Yfirvöld fyrirskipuðu fundinn, sem miðar að því að gera föngum grein fyrir þeim skaða sem þeir hafa valdið og gefa þeim tækifæri á að gangast við honum. June verður viðstödd fund reynslulausnarnefndarinnar á morgun en Barry er of veikur til að mæta. Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að verða Reevu Steenkamp að bana, þegar hann skaut fjórum sinnum gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoriu í Suður-Afríku. Hann hefur nú afplánað helming dómsins. Talsmaður fangelsismálayfirvalda í borginni segir liggja fyrir nefndinni að ákveða hvort markmiðunum með fangelsisvistun Pistorius hafi verið náð. Saksóknarar sögðu Pistorius, 36 ára, hafa viljandi orðið Steenkamp að bana í reiði- og afbrýðisemiskasti. Íþróttamaðurinn neitaði hins vegar ásökununum, sagðist hafa elskað Steenkamp heitt og sagðist hafa talið að hann væri að vernda hana með því að skjóta á einhvern sem hefði brotist inn. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius hefði ekki ætlað að myrða Steenkamp en hann væri engu að síður ábyrgur þar sem hann hefði verið of fljótur á sér og notað óhóflegt afl. Málinu var áfrýjað og Pistorius dæmdur fyrir morð. Pistorius átti fund með foreldrum Steenkamp, June og Barry, í fyrra. Yfirvöld fyrirskipuðu fundinn, sem miðar að því að gera föngum grein fyrir þeim skaða sem þeir hafa valdið og gefa þeim tækifæri á að gangast við honum. June verður viðstödd fund reynslulausnarnefndarinnar á morgun en Barry er of veikur til að mæta.
Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira