Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 11:18 Pistorius var oft aumur í dómsal og grét. epa/STR Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að verða Reevu Steenkamp að bana, þegar hann skaut fjórum sinnum gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoriu í Suður-Afríku. Hann hefur nú afplánað helming dómsins. Talsmaður fangelsismálayfirvalda í borginni segir liggja fyrir nefndinni að ákveða hvort markmiðunum með fangelsisvistun Pistorius hafi verið náð. Saksóknarar sögðu Pistorius, 36 ára, hafa viljandi orðið Steenkamp að bana í reiði- og afbrýðisemiskasti. Íþróttamaðurinn neitaði hins vegar ásökununum, sagðist hafa elskað Steenkamp heitt og sagðist hafa talið að hann væri að vernda hana með því að skjóta á einhvern sem hefði brotist inn. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius hefði ekki ætlað að myrða Steenkamp en hann væri engu að síður ábyrgur þar sem hann hefði verið of fljótur á sér og notað óhóflegt afl. Málinu var áfrýjað og Pistorius dæmdur fyrir morð. Pistorius átti fund með foreldrum Steenkamp, June og Barry, í fyrra. Yfirvöld fyrirskipuðu fundinn, sem miðar að því að gera föngum grein fyrir þeim skaða sem þeir hafa valdið og gefa þeim tækifæri á að gangast við honum. June verður viðstödd fund reynslulausnarnefndarinnar á morgun en Barry er of veikur til að mæta. Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að verða Reevu Steenkamp að bana, þegar hann skaut fjórum sinnum gegnum baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoriu í Suður-Afríku. Hann hefur nú afplánað helming dómsins. Talsmaður fangelsismálayfirvalda í borginni segir liggja fyrir nefndinni að ákveða hvort markmiðunum með fangelsisvistun Pistorius hafi verið náð. Saksóknarar sögðu Pistorius, 36 ára, hafa viljandi orðið Steenkamp að bana í reiði- og afbrýðisemiskasti. Íþróttamaðurinn neitaði hins vegar ásökununum, sagðist hafa elskað Steenkamp heitt og sagðist hafa talið að hann væri að vernda hana með því að skjóta á einhvern sem hefði brotist inn. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius hefði ekki ætlað að myrða Steenkamp en hann væri engu að síður ábyrgur þar sem hann hefði verið of fljótur á sér og notað óhóflegt afl. Málinu var áfrýjað og Pistorius dæmdur fyrir morð. Pistorius átti fund með foreldrum Steenkamp, June og Barry, í fyrra. Yfirvöld fyrirskipuðu fundinn, sem miðar að því að gera föngum grein fyrir þeim skaða sem þeir hafa valdið og gefa þeim tækifæri á að gangast við honum. June verður viðstödd fund reynslulausnarnefndarinnar á morgun en Barry er of veikur til að mæta.
Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira