Erlent Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Erlent 17.5.2022 22:09 Handtóku þingmann sem er grunaður um nauðgun Breskan lögreglan handtók þingmann Íhaldsflokksins sem er grunaður um nauðgun og kynferðisofbeldi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þingmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur. Erlent 17.5.2022 20:42 Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. Erlent 17.5.2022 19:10 Yfirgnæfandi meirihluti greiddi atkvæði með NATO-aðild Yfirgnæfandi meirihluti á finnska þinginu greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að landið sæki um aðild að NATO. Erlent 17.5.2022 13:12 Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Erlent 17.5.2022 12:01 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. Erlent 17.5.2022 10:43 Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald. Erlent 17.5.2022 06:53 Baráttunni um Maríupól er lokið: Hermönnum bjargað frá Azovstal Fleiri en 260 úkraínskir hermenn, margir þeirra slasaðir, hafa verið fluttir á brott frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól eftir margra vikna harða bardaga. Óvíst er hversu margir eru enn í verksmiðjunni. Erlent 17.5.2022 06:28 Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Erlent 16.5.2022 23:22 Heil beinagrind risaeðlu seld á uppboði Beinagrind klóeðlu var seld á uppboði í Christie‘s uppboðshúsinu í vikunni. Beinagrindin seldist á 12 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna. Erlent 16.5.2022 09:50 Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Erlent 16.5.2022 07:43 Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið. Erlent 16.5.2022 06:17 Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. Erlent 15.5.2022 22:58 Vaktin: Bjóða upp verðlaunagripinn til styrktar Úkraínu Úkraínumenn eru sigurreifir eftir að framlag landsins í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór með sigur af hólmi í gærkvöldi. Volodýmýr Zelenskí, forseti Úkraínu, heitir því að keppnin verði haldin í Maríupol, sem Rússar hafa nú á sínu valdi, einn daginn. Erlent 15.5.2022 19:00 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Erlent 15.5.2022 14:46 Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. Erlent 14.5.2022 21:29 Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Erlent 14.5.2022 17:01 Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Erlent 14.5.2022 08:48 Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. Erlent 13.5.2022 21:30 Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. Erlent 13.5.2022 18:08 Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. Erlent 13.5.2022 15:44 Veikindaleyfi fyrir konur með mikla tíðaverki á teikniborðinu Spænska þingið er nú með frumvarp til umfjöllunar sem veitti konum með mikla tíðaverki þrjá til fimm veikindadaga á mánuði. Verði frumvarpið að lögum verða þau fyrsta lög sinnar tegundar í Evrópu. Erlent 13.5.2022 09:38 Íbúar Queensland gætu þurft að flýja heimili sín vegna flóða Fjöldi íbúa í fylkinu Queensland í Ástralíu hefur þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða á svæðinu. Erlent 13.5.2022 08:05 Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. Erlent 13.5.2022 07:15 Bretar hóta því að ógilda hluta Brexit-samnings vegna Norður-Írlands Utanríkisráðherra Bretlands sagði að bresk stjórnvöld gætu neyðst til þess að fella úr gildi hluta útgöngusamnings við Evrópusambandið er breytingar yrðu ekki gerðar á landamæra- og tollaeftirliti á Norður-Írlandi. Erlent 12.5.2022 15:55 Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Erlent 12.5.2022 14:56 Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. Erlent 12.5.2022 13:11 El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. Erlent 12.5.2022 10:43 Ríkissaksóknari Danmerkur vill ákæra fyrrverandi varnarmálaráðherra Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð. Erlent 12.5.2022 10:36 Rúmlega milljón Covid-andlát í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að skráð dauðsföll í landinu sem rakin eru til Covid-19 séu nú rúmlega ein milljón. Erlent 12.5.2022 10:04 « ‹ 286 287 288 289 290 291 292 293 294 … 334 ›
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Erlent 17.5.2022 22:09
Handtóku þingmann sem er grunaður um nauðgun Breskan lögreglan handtók þingmann Íhaldsflokksins sem er grunaður um nauðgun og kynferðisofbeldi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þingmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur. Erlent 17.5.2022 20:42
Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. Erlent 17.5.2022 19:10
Yfirgnæfandi meirihluti greiddi atkvæði með NATO-aðild Yfirgnæfandi meirihluti á finnska þinginu greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að landið sæki um aðild að NATO. Erlent 17.5.2022 13:12
Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Erlent 17.5.2022 12:01
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. Erlent 17.5.2022 10:43
Vaktin: Senda sitt stærsta teymi til að rannsaka stríðsglæpi í Úkraínu Búið er að flytja 260 úkraínska hermenn frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól, þar af marga alvarlega særða. Ekki er ljóst hversu margir eru eftir en áætla má að þeir séu um 350. Rússar virðast nú hafa náð Maríupól alfarið á sitt vald. Erlent 17.5.2022 06:53
Baráttunni um Maríupól er lokið: Hermönnum bjargað frá Azovstal Fleiri en 260 úkraínskir hermenn, margir þeirra slasaðir, hafa verið fluttir á brott frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Maríupól eftir margra vikna harða bardaga. Óvíst er hversu margir eru enn í verksmiðjunni. Erlent 17.5.2022 06:28
Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Erlent 16.5.2022 23:22
Heil beinagrind risaeðlu seld á uppboði Beinagrind klóeðlu var seld á uppboði í Christie‘s uppboðshúsinu í vikunni. Beinagrindin seldist á 12 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna. Erlent 16.5.2022 09:50
Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Erlent 16.5.2022 07:43
Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið. Erlent 16.5.2022 06:17
Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. Erlent 15.5.2022 22:58
Vaktin: Bjóða upp verðlaunagripinn til styrktar Úkraínu Úkraínumenn eru sigurreifir eftir að framlag landsins í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór með sigur af hólmi í gærkvöldi. Volodýmýr Zelenskí, forseti Úkraínu, heitir því að keppnin verði haldin í Maríupol, sem Rússar hafa nú á sínu valdi, einn daginn. Erlent 15.5.2022 19:00
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Erlent 15.5.2022 14:46
Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. Erlent 14.5.2022 21:29
Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Erlent 14.5.2022 17:01
Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Erlent 14.5.2022 08:48
Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. Erlent 13.5.2022 21:30
Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. Erlent 13.5.2022 18:08
Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. Erlent 13.5.2022 15:44
Veikindaleyfi fyrir konur með mikla tíðaverki á teikniborðinu Spænska þingið er nú með frumvarp til umfjöllunar sem veitti konum með mikla tíðaverki þrjá til fimm veikindadaga á mánuði. Verði frumvarpið að lögum verða þau fyrsta lög sinnar tegundar í Evrópu. Erlent 13.5.2022 09:38
Íbúar Queensland gætu þurft að flýja heimili sín vegna flóða Fjöldi íbúa í fylkinu Queensland í Ástralíu hefur þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða á svæðinu. Erlent 13.5.2022 08:05
Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. Erlent 13.5.2022 07:15
Bretar hóta því að ógilda hluta Brexit-samnings vegna Norður-Írlands Utanríkisráðherra Bretlands sagði að bresk stjórnvöld gætu neyðst til þess að fella úr gildi hluta útgöngusamnings við Evrópusambandið er breytingar yrðu ekki gerðar á landamæra- og tollaeftirliti á Norður-Írlandi. Erlent 12.5.2022 15:55
Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Erlent 12.5.2022 14:56
Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. Erlent 12.5.2022 13:11
El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. Erlent 12.5.2022 10:43
Ríkissaksóknari Danmerkur vill ákæra fyrrverandi varnarmálaráðherra Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð. Erlent 12.5.2022 10:36
Rúmlega milljón Covid-andlát í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að skráð dauðsföll í landinu sem rakin eru til Covid-19 séu nú rúmlega ein milljón. Erlent 12.5.2022 10:04