Vilja heimila lausasölu getnaðarvarnarpillu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2023 09:26 Þótt ráðgjafanefndin hafi lagt blessun sína yfir lausasölu pillunnar er ekki sjálfgefið að af verði. Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu. Umrædd getnaðarvarnarpilla heitir Opill en New York Times hefur eftir einum nefndarmanni, Kathryn Curtis hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, að lausasala hennar gæti haft veruleg jákvæð áhrif á lýðheilsu Bandaríkjamanna. Sala pillunnar án lyfseðils myndi stórauka aðgengi að getnaðarvörninni, ekki síst fyrir ungar konur og aðra sem eiga erfitt með að fá tíma hjá lækni, til að mynda vegna aðgengiserfiðleika eða kostnaðar. Nokkrum spurningum er hins vegar ósvarað áður en af getur orðið. Sérfræðingar FDA hafa til að mynda lýst áhyggjum af því að konur sem eiga ekki að nota pilluna, til að mynda vegna brjóstakrabbameins eða óútskýrðra blæðinga frá leggöngum, fari sannarlega eftir þeim leiðbeiningum. Þá segja þeir óvíst að neytendur, margir ungir að árum, muni fara eftir þeim leiðbeiningum að taka pilluna alltaf á sama tíma dags og að nota aðra getnaðarvörn ef þeir missa úr dag. Aðstoðarframkvæmdastjóri lausasölulyfja hjá FDA segir standa á framleiðanda Opill að sýna fram á hvað sé líklegt til að gerast þegar neytendur geta nálgast pilluna án lyfseðils en það sé ekki endilega það sama og gerist þegar pillan er fengin eftir uppáskrift hjá lækni. Ráðgjafanefndin segir þessa áhættuþætti hins vegar blikna í samanburði við þann ávinning sem lausasala getnaðarvarnarpillunnar myndi hafa. Benda þeir meðal annars á að um helmingur þungana í Bandaríkjunum hafi ekki verið ætlaður. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Lyf Þungunarrof Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Umrædd getnaðarvarnarpilla heitir Opill en New York Times hefur eftir einum nefndarmanni, Kathryn Curtis hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, að lausasala hennar gæti haft veruleg jákvæð áhrif á lýðheilsu Bandaríkjamanna. Sala pillunnar án lyfseðils myndi stórauka aðgengi að getnaðarvörninni, ekki síst fyrir ungar konur og aðra sem eiga erfitt með að fá tíma hjá lækni, til að mynda vegna aðgengiserfiðleika eða kostnaðar. Nokkrum spurningum er hins vegar ósvarað áður en af getur orðið. Sérfræðingar FDA hafa til að mynda lýst áhyggjum af því að konur sem eiga ekki að nota pilluna, til að mynda vegna brjóstakrabbameins eða óútskýrðra blæðinga frá leggöngum, fari sannarlega eftir þeim leiðbeiningum. Þá segja þeir óvíst að neytendur, margir ungir að árum, muni fara eftir þeim leiðbeiningum að taka pilluna alltaf á sama tíma dags og að nota aðra getnaðarvörn ef þeir missa úr dag. Aðstoðarframkvæmdastjóri lausasölulyfja hjá FDA segir standa á framleiðanda Opill að sýna fram á hvað sé líklegt til að gerast þegar neytendur geta nálgast pilluna án lyfseðils en það sé ekki endilega það sama og gerist þegar pillan er fengin eftir uppáskrift hjá lækni. Ráðgjafanefndin segir þessa áhættuþætti hins vegar blikna í samanburði við þann ávinning sem lausasala getnaðarvarnarpillunnar myndi hafa. Benda þeir meðal annars á að um helmingur þungana í Bandaríkjunum hafi ekki verið ætlaður. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Lyf Þungunarrof Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira