Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2023 13:54 George Santos hefur sagt ósatt um fjölmarga hluti og er verulega umdeildur þingmaður. AP/Andrew Harnik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. Santos er ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Áhugasamir geta lesið ákæruna hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Santos gaf sig fram í morgun og verður færður fyrir dómara seinna í dag. Í frétt New York Times segir að hann standi frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsi vegna alvarlegasta ákæruliðsins. Breon Peace, saksóknari í New York, segir í yfirlýsingu að Santos hafi notað lygar til að komast á þing og fylla vasa sína af seðlum. Hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu, sótt ólöglega um atvinnuleysisbætur og logið að þinginu. Anne T. Donnelly, umdæmasaksóknari, segir í sömu yfirlýsingu að árið 2020, þegar Covid herjaði á heiminn, hafi Santos sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Hann hafi þó bæði verið í vinnu á þessum tíma og verið að bjóða sig fram til þings. Þá segir hún að Santos hafi sýnt sambærilega hegðun í seinni atlögu sinni að þingi og þá hafi hann notað fjárframlög til framboðs hans meðal annars til að greiða eigin skuldir og kaupa dýran fatnað. Congressman George Santos Charged with Fraud, Money Laundering, Theft of Public Funds, and False Statements https://t.co/J5cD48fSYT— US Attorney EDNY (@EDNYnews) May 10, 2023 Í stórum dráttum snúast ákærurnar gegn Santos um þrjú atriði. Það fyrsta er að hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu. Í september í fyrra, er hann var í framboði, stýrði hann félagi sem hann notaði til að svíkja fé frá bakhjörlum sínum. Þá er hann sakaður um að hafa fengið þekktan innherja í Repúblikanaflokknum til að biðja bakhjarla flokksins um fjárveitingar sem áttu að fara í kosningasjóð Santos. Santos færði minnst fimmtíu þúsund dali sem hann fékk í kosningasjóð sinn inn á eigin persónulegan reikning en hann reyndi að fela færslurnar. Þá fjármuni notaði hann svo í einkagjörðum. Því næst snúa ákærurnar gegn Santos að því að hann hafi árið 2020 sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Á þeim tíma var hann í vinnu hjá fjárfestingafélagi og með um 120 þúsund dali í laun á ári. Hann sótti um bætur í júní og sagðist hafa verið atvinnulaus frá því í mars, þó hann hefði verið í vinnu frá því í febrúar, samkvæmt saksóknurum. Hann er sakaður um að hafa sótt sér rúmlega 24 þúsund dali í bætur sem hann átti ekki rétt á. Þriðja atriðið snýr að því að Santos hafi logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóð hans. Eins og allir þingmenn á Santos að veita þinginu upplýsingar um fjármál sín og eigur og tengsl og vottaði hann að þær upplýsingar sem hann veitti, bæði þegar hann bauð sig fram 2020 og 2022, að þær upplýsingar sem hann veitti væru réttar. Saksóknarar segja að árið 2020 hafi Santos sagt ósatt um fjármál sín og tekjur sem hann fékk. Hann er sakaður um að hafa gert of mikið úr tekjum sem hann fékk frá einu fyrirtæki og ekki sagt frá tekjum frá öðru. Fyrir kosningarnar í fyrra er Santos einnig sakaður um lygar um fjármál sína. Hann sagðist hafa fengið 750 þúsund dali í laun frá félagi í hans eigu sem heitir Devolder Organization. Þá sagðist hann einnig hafa fengið á milli einnar og fimm milljóna dala í arð frá félaginu. Santos sagðist einnig eiga allt að 250 þúsund dali á bók og allt að fimm milljónir dala á sparireikning. Saksóknarar segja að hann hafi ekki fengið þessi laun eða uppgefinn arð frá Devolder og þar að auki hafi Santos heldur ekki átt uppgefna peninga í bönkum. Þar að auki er hann sakaður um að hafa ekki gefið upp um 28 þúsunda greiðslu frá einu fjárfestingafyrirtæki og um rúmlega tuttugu þúsund dali frá öðru. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. 9. maí 2023 22:28 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Santos er ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Áhugasamir geta lesið ákæruna hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Santos gaf sig fram í morgun og verður færður fyrir dómara seinna í dag. Í frétt New York Times segir að hann standi frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsi vegna alvarlegasta ákæruliðsins. Breon Peace, saksóknari í New York, segir í yfirlýsingu að Santos hafi notað lygar til að komast á þing og fylla vasa sína af seðlum. Hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu, sótt ólöglega um atvinnuleysisbætur og logið að þinginu. Anne T. Donnelly, umdæmasaksóknari, segir í sömu yfirlýsingu að árið 2020, þegar Covid herjaði á heiminn, hafi Santos sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Hann hafi þó bæði verið í vinnu á þessum tíma og verið að bjóða sig fram til þings. Þá segir hún að Santos hafi sýnt sambærilega hegðun í seinni atlögu sinni að þingi og þá hafi hann notað fjárframlög til framboðs hans meðal annars til að greiða eigin skuldir og kaupa dýran fatnað. Congressman George Santos Charged with Fraud, Money Laundering, Theft of Public Funds, and False Statements https://t.co/J5cD48fSYT— US Attorney EDNY (@EDNYnews) May 10, 2023 Í stórum dráttum snúast ákærurnar gegn Santos um þrjú atriði. Það fyrsta er að hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu. Í september í fyrra, er hann var í framboði, stýrði hann félagi sem hann notaði til að svíkja fé frá bakhjörlum sínum. Þá er hann sakaður um að hafa fengið þekktan innherja í Repúblikanaflokknum til að biðja bakhjarla flokksins um fjárveitingar sem áttu að fara í kosningasjóð Santos. Santos færði minnst fimmtíu þúsund dali sem hann fékk í kosningasjóð sinn inn á eigin persónulegan reikning en hann reyndi að fela færslurnar. Þá fjármuni notaði hann svo í einkagjörðum. Því næst snúa ákærurnar gegn Santos að því að hann hafi árið 2020 sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Á þeim tíma var hann í vinnu hjá fjárfestingafélagi og með um 120 þúsund dali í laun á ári. Hann sótti um bætur í júní og sagðist hafa verið atvinnulaus frá því í mars, þó hann hefði verið í vinnu frá því í febrúar, samkvæmt saksóknurum. Hann er sakaður um að hafa sótt sér rúmlega 24 þúsund dali í bætur sem hann átti ekki rétt á. Þriðja atriðið snýr að því að Santos hafi logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóð hans. Eins og allir þingmenn á Santos að veita þinginu upplýsingar um fjármál sín og eigur og tengsl og vottaði hann að þær upplýsingar sem hann veitti, bæði þegar hann bauð sig fram 2020 og 2022, að þær upplýsingar sem hann veitti væru réttar. Saksóknarar segja að árið 2020 hafi Santos sagt ósatt um fjármál sín og tekjur sem hann fékk. Hann er sakaður um að hafa gert of mikið úr tekjum sem hann fékk frá einu fyrirtæki og ekki sagt frá tekjum frá öðru. Fyrir kosningarnar í fyrra er Santos einnig sakaður um lygar um fjármál sína. Hann sagðist hafa fengið 750 þúsund dali í laun frá félagi í hans eigu sem heitir Devolder Organization. Þá sagðist hann einnig hafa fengið á milli einnar og fimm milljóna dala í arð frá félaginu. Santos sagðist einnig eiga allt að 250 þúsund dali á bók og allt að fimm milljónir dala á sparireikning. Saksóknarar segja að hann hafi ekki fengið þessi laun eða uppgefinn arð frá Devolder og þar að auki hafi Santos heldur ekki átt uppgefna peninga í bönkum. Þar að auki er hann sakaður um að hafa ekki gefið upp um 28 þúsunda greiðslu frá einu fjárfestingafyrirtæki og um rúmlega tuttugu þúsund dali frá öðru.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. 9. maí 2023 22:28 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. 9. maí 2023 22:28
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10