Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 21:53 George Santos var baráttuglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að ákæran á hendur honum var tekin fyrir. Hann lét ekki mótmælendur sem sökuðu hann um lygar á sig fá. AP/Seth Wenig George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira