Erlent

Brúð­guma­sveinar þóttust vera hryðju­verka­menn

Níu karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að valda óreiðu meðal almennings í bænum Trofarello á Ítalíu. Mennirnir þóttust ræna vini sínum sem var að gifta sig daginn eftir og létu eins og þeir væru hluti af Íslamska ríkinu (ISIS).

Erlent

Hafna for­sendum til­gátu um leka úr veiru­stofnun Wu­han

Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins.

Erlent

Fundu lík á svæðinu þar sem Juli­an Sands hefur verið leitað

Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku.

Erlent

Lýð­ræðis­flokkur Mit­sotakis með stór­sigur í Grikk­landi

Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi.

Erlent

Raun­veru­leg ógn við vald Pútíns

Antony Blin­ken, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, segir upp­reisn Yev­geny Prigoz­hin og Wagner mála­liðanna í Rúss­landi í gær hafa verið raun­veru­lega ógn við vald Vla­dimírs Pútíns, Rússlands­for­seta. Hann segir Banda­ríkin fylgjast vel með stöðunni.

Erlent

Besti veitingastaður heims er í Perú

Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina.

Erlent

Bið­leikur hafinn í Rúss­landi

Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. 

Erlent

Wagner-liðar fá sakar­upp­gjöf og Prigoz­hin fer til Bela­rús

Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina.

Erlent

Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín

Prófessor í stjórn­mála­fræði segir ekki hægt að líta öðru­vísi svo á en að um valda­ráns­til­raun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rúss­landi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur sam­starfs­maður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valda­skiptum.

Erlent

Hver er pylsu­salinn í land­ráða­ham?

Yev­geny V. Prigoz­hin, leið­togi Wagner mála­liða­hópsins og við­skipta­jöfurinn sem löngum hefur verið þekktur sem „kokkur Pútíns“ berst nú leynt og ljóst gegn rúss­neska ríkinu. Er­lendir miðlar hafa keppst við að gera lit­ríkri ævi leið­toga mála­liða­hópsins skil í dag.

Erlent

Byrlaði eigin­konu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni

Franskur maður byrlaði eiginkonu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún svaf. Hann tók nauðganirnar, sem áttu sér stað yfir tíu ára tímabil, upp og geymdi upptökurnar. Lögregla hefur borið kennsl á 51 mannanna sem munu auk eiginmannsins fara fyrir dóm í sögulegu dómsmáli.

Erlent

Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur

Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra.

Erlent

Brexit eftir­sjá í hæstu hæðum

Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng.

Erlent

Norskur ráð­herra segir af sér fyrir klíku­skap

Anette Trettebergstuen sagði af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs í dag. Jonas Gahr Størel, forsætisráðherra, segir hana hafa gert stórt mistök þegar hún skipaði vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins.

Erlent

Á­hafnar kaf­bátarins minnst um allan heim

Mannanna fimm sem létust um borð í kaf­bátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undan­farinn sólar­hring. Fjöl­skyldur þeirra hafa birt yfir­lýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna ör­laga þeirra og segja þá munu lifa á­fram í minningum þeirra.

Erlent

Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu

Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni.

Erlent

Fréttir hverfa af Face­book í Kanada

Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra.

Erlent