Þriðja stelpan látin í Southport Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2024 12:15 Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær. Getty/Christopher Furlong Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur. Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur.
Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira