Þriðja stelpan látin í Southport Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2024 12:15 Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær. Getty/Christopher Furlong Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur. Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Árásin átti sér stað á námskeiði í armbandagerð og dansi með Taylor Swift þema fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn sautján ára gamall. Hann fæddist í Cardiff í Wales eru foreldrar hans frá Rúanda. Frá árinu 2013 hefur hann hins vegar verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Vitni segja manninn hafa komið á staðinn með leigubíl sem hann neitaði að greiða fyrir. Skömmu síðar hafi nokkur ung börn sést blóðug úti á götu. Sex og sjö ára stelpur létust af sárum sínum í gær og níu ára stelpa til viðbótar í morgun. Fimm börn liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og tvö fullorðin til viðbótar. Önnur þeirra er kennari námskeiðsins sem reyndi að skýla börnunum. Patrick Hurley, þingmaður Southport, segir árásina fordæmalausa og lýsti henni sem mesta illvirki í sögu svæðisins, þegar hann ræddi við fjölmiðla í morgun. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir þjóðina í áfalli. Starmer sagði nær ómögulegt að ímynda sér sorgina og áfallið sem aðstandendur og fórnarlambanna séu að ganga í gegnum. Íbúar Southport hafa í morgun og í gær lagt blóm bangsa nærri húsnæðinu þar sem árásin var framin. Söngkonan Taylor Swift sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og varla geta komið líðan sinni og samúð í orð. Efnt verður til bænastundar í Southport í kvöld og mörgum fyrirtækjum borgarinnar hefur verið lokað af virðingu við aðstandendur.
Hnífaárás í Southport Bretland England Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent