Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2024 08:45 Skríll hægriöfgamanna gerði aðsúg að mosku eftir minningarstund í Southport í gærkvöldi. Þeir létu svo lausamuni rigna yfir lögreglumenn. AP/Richard McCarthy/PA Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi. Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi.
Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent